Wednesday, December 19, 2012

Heimkoma og jólamarkaðurinn í Bath

Jæja þá er ég loksins komin heim til Íslands eftir stutta ferð til Brussel. Síðasta vikan áður en ég kom heim var vægast sagt busy, þurfti að skila tveimur ritgerðum áður en ég fór heim. Það er yndislegt að vera komin heim í faðm kærasta og fjölskyldu og í kvöld og á morgun hitti ég uppáhalds stelpurnar mínar líka....oog svo fæ ég loksins að hlusta á og sjá Ásgeir Trausta live, hlakka mjög til þess!

En ég var búin að taka til myndir sem Eyþór tók á jólamarkaðnum í Bath en hafði ekki haft tíma til þess að setja þær inn fyrr en nú. Jólamarkaðurinn er í stíl jólamarkaðanna í þýskumælandi löndunum, hægt að kaupa alls konar hluti frá local hönnuðum og svo auðvitað hægt að fá sér glühwein og bratwürst. Markaðurinn dregur að sér endalaust af breskum ferðamönnum sem kíkja í dagsferð til borgarinnar, það er varla þverfótað fyrir fólki á laugardögum í miðbænum í nóvember og desember.

Virkilega notaleg stemning á kvöldin, jólasveinninn mætti stundum og ýmsir kórar sungu jólalög. 




Það sem ég er hrifin af karamelluseruðum möndlum og hnetum... það jafnast ekkert á við þennan ilm!










Friday, December 7, 2012

Páskaungarnir í Bath

Eins og áður hefur komið fram á blogginu þá kom páskaunginn Magnús með mér út til Bath. Bróðir hans, Pétur kom svo með Eyþóri þegar hann flutti til mín stuttu seinna. Þeir voru orðnir ansi pirraðir um daginn þegar svona langt var liðið á dvölina okkar hér án þess að þeir fengu að kíkja með okkur út þannig að við leyfðum þeim að skoða sig aðeins um borgina rétt áður en Eyþór fór heim.





Pétri fannst gaman að skoða fallegu húsin og kíkja í búðir. 




Magnús vildi hins vegar bara leika sér!




Fékk meira segja að fara eina ferð á hestinum í hringekjunni...helsáttur með það. 




Bræðurnir vildu ólmir komast á Instagram.. ég lét það eftir þeim.


Hér eru þeir á aðaltorgi borgarinnar með Bath Abby í bakgrunni.
- Það er soldið skemmtileg saga á bakvið þessa mynd. Við tókum eftir þegar við vorum að stilla upp ungunum á skilti að það var kona hágrátandi fyrir utan búðina sem rétt sést í hér til vinstri. Vinkonur hennar tvær komu svo út úr búðinni að reyna að hugga hana og bentu henni svo á okkur. Þær löbbuðu svo framhjá okkur og grátandi konan skellihló að okkur og sagði eitthvað á þá leið hvað þetta væri svakalega"cute". Þetta litla móment gladdi hjartað mitt mikið en mér finnst ég alltaf vera að lenda í svona litlum atvikum hér í Englandi. Fólkið hér er svo ótrúlega yndislegt og kurteist. Falleg mannleg samskipti (m.a. við ókunnugt fólk) er eitthvað sem mér finnst mikilvægt að hafa í mínu daglega lífi. Það þarf ekki að vera mikið en mér finnst Bretar vera sérstaklega góðir í mannlegum samskiptum, annars veit ég ekki.. það þarf svo lítið til að gleðja mig. Aukabros, fyndið komment eða lítið góðverk eins og að halda hurðinni fyrir mann eða borga fyrir mann í strætó (lenti í því fyrstu dagana mína hér) gefa hversdagsleikanum gráa aðeins meiri lit.

P.s. Það væri nú gaman að heyra aðeins meira í ykkur, það er oft verið að segja við mig "já svo fylgist ég alltaf með þér á blogginu" en svo er ekkert verið að segja hæ hér! ;) Nú er ég ein í útlöndunum í viku í viðbót, á fullu í ritgerðaskrifum þannig að það mega endilega bíða eftir mér skemmtileg skilaboð þegar ég kíki á bloggið í lærdómspásunum.. :)