Thursday, August 30, 2012

Random símamyndir

Bleikar blöðrur í Hólavallakirkjugarði á kvenréttindadaginn 19.júní
Ég elska að vinna í miðbænum.
Hringferðin byrjaði á brúðkaupi!
Við Sædís og Kristrún fórum á Lebowski bar, fengum okkur djúsí mjólkurhristinga (mæli með karamellu) og sömdum ljóð handa gæsinni okkar.
Gæsin fékk svo svona sæta köku..
Rómó hjá tveimur ósýnilegum sem fengu sér hvítvín á Káratorgi.
Ég fékk mér æðislegt salat á Kaffi Krús á Selfossi eftir að hafa haldið fyrirlestur á Minni Borgum.
Fallegasti bíll sem ég hef séð í brúðkaupi Hafdísar og Harðar þar sem við Edda Rós spiluðum á fiðluna.
Við Eyþór stukkum ásamt nokkrum strákum fram af brú í jökulkalda ána um verslunarmannahelgina rétt hjá bústað foreldra minna. Veðrið var æðislegt og þetta er besti þynnkubani sem hægt er að hugsa sér.. (pínu erfitt að henda sér útí enda eru þetta um 7 metrar!)
Gerði kjúkling í chili hvítvínssósu sem varð  aðeins of sterkur (af því að ég ákvað að hafa steinana úr chili-inu með)

Wednesday, August 29, 2012

Maja

Þetta er Maja og hún er frá Serbíu.

Hún kom og gisti hjá okkur eina nótt í síðustu viku en við skráðum okkur nýlega á Couchsurfing.com. 
Þar getur fólk búið sér til profile og annað hvort tekið á móti fólki og leyft því að sofa á sófanum hjá sér - eða  fengið að sofa á sófum víðsvegar um heiminn þegar verið er að ferðast.
Okkur langar jafnvel að prófa þetta þegar við munum ferðast eitthvað um löndin þrjú sem við munum búa í næstu tvö árin. Þess vegnar langaði okkur líka að prófa að leyfa fólki að gista hjá okkur og erum við nú þegar búin að leyfa 5 manns að gista hjá okkur síðastliðna viku.

Maja er sálfræðinemi og fimleikaþjálfari og býr í næststærstu borg Serbíu, Novi Sad. 
Áður en hún kom til Íslands hafði hún ferðast ein (og á puttanum) um Noreg og Færeyjar og var búin að eyða þremur vikum á Íslandi áður en hún kom til okkar daginn áður en hún flaug aftur út.
Hún skilur og talar norsku og íslensku en hún lærði það sjálf í gegnum internetið.

Það var mjög gaman að spjalla við hana og fræðast um hana, Serbíu og ferðalögin hennar.

Monday, August 27, 2012

Hringferð - Norðurland fyrri hluti

Áður en við komum til Akureyrar skoðuðum við Dettifoss í brjáluðu sandroki. Það var verulega erfitt að sjá þrátt fyrir að sólgleraugun gátu nýst sem skjól frá sandinum. Við reyndum að þrífa allan sand úr augnkrókum og eyrum en það var nánast ómögulegt. Dettifoss var magnaður enda er hann einn aflmesti foss Evrópu.

Við fórum svo í Ásbyrgi en við vorum bæði að koma á þennan fallega stað í fyrsta skipti. 
Við enduðum svo í kvöldmat á höfninni á Húsavík.

Friday, August 24, 2012

Change of plans..


Eins og ég var búin að segja hérna á blogginu þá erum við að fara að flytja til útlanda í haust.
Ég var komin inn í masterprógram en fékk svo fyrir stuttu þær fréttir að ég hefði komist inn í annað prógram...sem var prógrammið sem var mitt fyrsta val þannig að við fórum í að breyta flugmiðum og erum að fara flytja annað en áætlað var fyrstu önnina. Seinna námsárið verðum við þó á sama stað og við ætluðum í byrjun...

Ég flýg út akkúrat eftir 4 vikur í dag og get ekki neitað því að ég er orðin soldið spennt...!!

P.s. þið megið alveg láta heyra í ykkur hérna, ég veit að ég er ekki beint með færslur sem þarfnast kommenta en það má alveg haka í Like kassann af og til.. :)

Tuesday, August 21, 2012

Hringferð - AkureyriAkureyri er og verður alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ég get ekki alveg sett fingurna á það hvað það er sem lætur mig laðast að þessum bæ en mér líður alltaf svo vel þarna.

Eftir ískalda nótt í tjaldi á Mývatni keyrðum við til Akureyrar á laugardagsmorgni og pöntuðum herbergi á gistiheimilinu Sólgarðar sem við mælum 100% með! Virkilega kósý og staðsett á besta stað í miðbænum.
Við eyddum sólarhring í borgarfíling, röltum um bæinn, fórum á kaffihús og kíktum í vintage - og hönnunarbúðir, fengum okkur tælenskan mat (sumir fengu sér líka akureyríska pYlsu) og fórum meirasegja í bíó. Smá breik frá náttúruskoðun og tjaldi var akkúrat það sem við þurftum. 
Á sunnudeginum borðuðum við góðan brunch í Hofi og skoðuðum Lystigarðinn fallega.

Sunday, August 19, 2012

Jarðaberja hráterta


Það er sunnudagur í dag og ég er alltaf í kökustuði á sunnudögum. 
Þessi kaka er ein af mínum uppáhalds, enda holl og góð og hef ég borðað hana í morgun - og hádegismat líka! Ótrúlega saðsöm og stútfull af hollustu (og smá óhollustu..)

Ég fór með þessa í vinkonukveðjuboð í vikunni sem leið og hef verið að fá mér eina og eina litla sneið síðan. Það var bara ekki pláss í litla frystinum mínum fyrir afganginn... ;)


Ég setti þessa uppskrift inn á gömlu síðuna mína sem ég var með úti í Vín en mér fannst ég verða að setja hana aftur. Hún á skilið fallegar myndir, þó ég hefði nú geta gert hana enn fegurri með ferskum jarðaberjum ofan á, það voru bara svo ljót ber til í búðinni..

Jarðaberja hráterta
botn frá Ester og fylling frá Sollu

Botn

1,5 bolli (3,75 dl) kókosmjöl
1,5 bolli möndlur
hálf tsk salt
350 g döðlur
smá agave sýróp
Döðlurnar eru lagðar í bleyti í vatn í um tíu mínútur. Á meðan er kókosmjölið, möndlurnar og saltið sett í matvinnsluvél og unnið vel saman. Að lokum má hella vatninu af döðlunum og bæta döðlunum út í matvinnsluvélina. Því næst skal kreista ögn af agave sýrópi saman við blönduna þar til hún klístrast vel saman. 

Takið venjulegt smelluform og leggið klessuplast ofan í botninn og látið endana á plastinu standa vel upp úr forminu. Takið döðlublönduna úr matvinnsluvélinni og klessið í botninn á forminu með fingrunum. Setjið í frysti á meðan efri lagið er búið til.

Fylling

4 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í um 2 klst (verða 6 dl) - stundum nenni ég ekki að bíða, það sakar ekki ef þú átt góða matvinnsluvél/blender, þó finnur maður pínu fyrir hnetunum ef maður lætur ekki liggja í um 2 klst
1 -1½ dl agaves sýróp
1 ½ dl kaldpressuð kókosolía
2 tsk vanilluduft
smá himalaya/sjávarsalt
400g frosin jarðaber 


Til að bræða kókosolíuna, látið heitt vatn (ekki yfir 45°C) renna á krukkuna (þetta er til þess að kakan teljist "hrá" - ég svindla samt oft útaf óþolinmæði...). Blandið saman hnetum og agavesýrópi þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af upskriftinni út í hentublönduna og blandið mjög vel saman. Setjið fyllinguna yfir botninn og geymið í 1 klst í kæli eða ½ klst í frysti. Tíminn er að vísu persónubundinn, mér finnst best að setja hana aðeins í frysti, taka hana út og leyfa henni að þiðna aftur. Mér finnst tertan best ísköld en samt ekkert frosin, Eyþóri og stelpunum fannst hún betri frosin, þannig að um að gera að prófa bara bæði :) Svo sakar ekki að skreyta með jarðaberjum.

Monday, August 13, 2012

Hringferð - Austurland seinni hluti

Ég heimsótti í fyrsta skipti einn fallegasta bæ landsins að mínu mati, hann kemst pottþétt í topp 5 - Seyðisfjörður
Seyðisfjörður hefur að geyma guðdómlega fallega kirkju! Hún er yndisleg að innan, veggirnir fagurbláir og akkúrat hæfilega stór. 
Hinrik litli frændi var súr á svip.
Chinaboy hjá tónlistarskóla Seyðisfjarðar
Hoppandi glöð í fallega bænum.
Afi að sýna okkur æskuslóðir á Norðfirði/Neskaupsstað
Systur og mæðgur saman hjá Oddskarði
Jón Árni mágur skellti sér út í Eyvindará á Egilstöðum og hinir horfðu glaðir á.
Eyþór lét sig vaða átta metrana.
..og Porri tók nokkra metra líka.
Kaffiboð hjá hálfsystur mömmu á Eskifirði. Ekki amalegt útsýnið úr stofuglugganum í fallega veðrinu.