Jæja þá er ég loksins komin heim til Íslands eftir stutta ferð til Brussel. Síðasta vikan áður en ég kom heim var vægast sagt busy, þurfti að skila tveimur ritgerðum áður en ég fór heim. Það er yndislegt að vera komin heim í faðm kærasta og fjölskyldu og í kvöld og á morgun hitti ég uppáhalds stelpurnar mínar líka....oog svo fæ ég loksins að hlusta á og sjá Ásgeir Trausta live, hlakka mjög til þess!
En ég var búin að taka til myndir sem Eyþór tók á jólamarkaðnum í Bath en hafði ekki haft tíma til þess að setja þær inn fyrr en nú. Jólamarkaðurinn er í stíl jólamarkaðanna í þýskumælandi löndunum, hægt að kaupa alls konar hluti frá local hönnuðum og svo auðvitað hægt að fá sér glühwein og bratwürst. Markaðurinn dregur að sér endalaust af breskum ferðamönnum sem kíkja í dagsferð til borgarinnar, það er varla þverfótað fyrir fólki á laugardögum í miðbænum í nóvember og desember.
Virkilega notaleg stemning á kvöldin, jólasveinninn mætti stundum og ýmsir kórar sungu jólalög.
Það sem ég er hrifin af karamelluseruðum möndlum og hnetum... það jafnast ekkert á við þennan ilm!
No comments:
Post a Comment