Tuesday, April 3, 2012

Súkkulaði-döðlustykki


Hæ!
Þá er ég komin heim frá Brussel, var á ótrúlega skemmtilegri ráðstefnu með virkilega skemmtilegum hópi. 
Hef ekki enn lódað inn myndum í tölvuna þar sem ég er búin að vera á fullu síðan ég kom heim (úrslitatörnering í körfunni hjá litla bróður og úrslitakeppnin hjá körlunum - sem er orðin mjög spennandi).

Á meðan myndir frá Brussel og New York bíða betri tíma þá getiði útbúið handa ykkur smá millimálsbita sem er ótrúlega góður og "aðeins hollari" en flestir slíkir.

Súkkulaði-döðlustykki
350 g döðlur
2,5 dl möndlur
3-4 msk kakó
2-3 msk kókosmjöl
1 tsk vanilludropar
smá salt

Best er að byrja á því að saxa niður döðlurnar og möndlurnar aðeins líka. Síðan er öllu skellt í matvinnsluvél og unnið þangað til þetta er orðið klístrað saman. Ég set þetta alltaf beint í ferhyrnt form (má setja bökunarpappír/plast fyrst) og svo inn í kæli í um 2 klst.
Síðan er þetta skorið niður í stykki og þetta geymist ótrúlega vel í nestisboxi inni í ískáp.

No comments: