Monday, July 8, 2013

Austin fyrri dagur

Við tókum næturflug frá San Francisco yfir til Austin sem er höfuðborg Texas fylkis. Austin er ekki beint lýsandi fyrir fylkið en borgin er frekar liberal og töff, ekki beint það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður hugsar um Texas.

Á móti okkur tók kæfandi hiti kl. 7 um morguninn þegar við lentum. Við lögðum okkur til hádegis og kíktum þá í brunch í South Congress hverfinu þar sem við gistum. Það er að okkar mati skemmtilegasta hverfið í borginni. Þar sem við höfðum í raun ekkert planað og vissum lítið um borgina annað en að í miðri borg er að finna paradís þar sem hægt er að kæla sig niður og sóla sig. Barton Springs er eins konar náttúrúlaug sem var ísköld og hressandi í 35 stiga hitanum. Við eyddum dágóðum tíma í að svamla í lauginni (og stökkva af stökkbrettinu), sóla okkur og tjilla. 

Um kvöldið borðuðum við á veitingastað sem við duttum inn á í hverfinu okkar og við fengum okkur nokkra rétti sem allir voru guðdómlegir, enda allt hráefnið lífrænt og lókal. 

Eyþór fékk sér ískalda dýfu.
Brunch á Bouldin Creek Cafe.
South Congress Ave.
Kúrekinn gaf leyfi fyrir myndatöku. 
Stuttu eftir að við tókum þessa mynd bað skapilli maðurinn í hjólastólnum mig um að ýta honum yfir götuna. Ég sagði að við ættum að bíða eftir græna kallinum og þá öskraði hann "To hell with that!" Þannig að ég dreif mig yfir með hann á rauða kallinum..
We really do, Austin!

4 comments:

Unknown said...

HAHA hressir kallarnir þarna í Texas :)

Tinna said...

LOL með skapilla manninn í hjólastólnum :) En njótið ykkar, væri alveg til í að vera í ykkar sporum!

kristín Birgis said...

Flott blogg hjá ykkur og gaman að lesa um ævintýrin ykkar :)

Valgerður said...

takk fyrir það Kristín!