Tuesday, July 31, 2012

Hringferð - Suðurland fyrri hluti

HÆ aftur! Og afsakið bloggpásuna en ég ákvað bara að fara alveg í sumarfrí þegar ég tók mér sumarfrí frá vinnunni. 
Sumarfríið var yndislegt, við fórum hringinn í kringum landið á 9 dögum og eftir það vorum við heima í  smá tíma og nutum þess að gera akkúrat ekki neitt.
Ég er með nokkrar færslur með fallegum myndum sem Eyþór minn tók langflestar og mig langar að deila með ykkur.
Landið okkar er svo dásamlegt, svo fallegt og einstakt! Ég á eftir að sakna þess þegar ég fer á vit ævintýranna og flyt út eftir 2 mánuði...

Við byrjuðum hringferðina á Suðurlandinu.
(þið sem eruð vinir Eyþórs á facebook hafið sennilega séð allar þessar myndir nú þegar..)

Við fundum repjuakur á Þorvaldseyri..

Fundum loks Seljavallalaug
Skoðuðum bæði Seljalandsfoss og Skógafoss
Vitinn á Dyrhólaey var mjög flottur í stórkostlegu umhverfi.
Reynisdrangar í Vík í Mýrdal
Við enduðum daginn á því að tjalda í Skaftafelli.

...more to come!

Wednesday, July 4, 2012

Árshátíð GS 2012

Ég á fullt af myndum handa ykkur og einhverjum uppskriftum en það verður að bíða betri tíma sökum þess að kortalesarinn er uppí sveit og svo er ég að fara í SUMARFRÍ næstu tvær vikur þar sem ég verð mestmegnis á ferð um landið.


Eeen ég stel þá bara myndum frá Hildi Guðbjörgu minni frá æðislegu árshátíðarhelginni okkar í háskólavinahópnum. Á dagskrá helgarinnar var: forréttur og kampavín sem beið okkar í bústaðnum mínum þegar við mættum, grillaður fiskur, árshátíðarkaka og meira gotterí, pub quiz, skókastleikur, beer pong, hádegis brunch úti á palli í sólinni og 17 stiga hita, frisbígolf og kubb á Úlfljótsvatni, þrautaleikur á leiðinni á Laugarvatn þar sem við fórum í Fontana spa.