Tuesday, July 31, 2012

Hringferð - Suðurland fyrri hluti

HÆ aftur! Og afsakið bloggpásuna en ég ákvað bara að fara alveg í sumarfrí þegar ég tók mér sumarfrí frá vinnunni. 
Sumarfríið var yndislegt, við fórum hringinn í kringum landið á 9 dögum og eftir það vorum við heima í  smá tíma og nutum þess að gera akkúrat ekki neitt.
Ég er með nokkrar færslur með fallegum myndum sem Eyþór minn tók langflestar og mig langar að deila með ykkur.
Landið okkar er svo dásamlegt, svo fallegt og einstakt! Ég á eftir að sakna þess þegar ég fer á vit ævintýranna og flyt út eftir 2 mánuði...

Við byrjuðum hringferðina á Suðurlandinu.
(þið sem eruð vinir Eyþórs á facebook hafið sennilega séð allar þessar myndir nú þegar..)

Við fundum repjuakur á Þorvaldseyri..

Fundum loks Seljavallalaug
Skoðuðum bæði Seljalandsfoss og Skógafoss
Vitinn á Dyrhólaey var mjög flottur í stórkostlegu umhverfi.
Reynisdrangar í Vík í Mýrdal
Við enduðum daginn á því að tjalda í Skaftafelli.

...more to come!

7 comments:

Anonymous said...

Vá greinilega allt of langt síðan ég spjallaði við þig Valgerður mín, hvert ertu að flytja út? :)

PS. Skemmtó myndir

Kv. Tinna

Ásdís said...

Æðislegar myndir, fæ heimþrá :) Hvert eruð þið að flytja??

Valgerður said...

takk takk :)

og já Tinna mín, þetta gengur í alvörunni ekki! langar að fara hitta ykkur..

en við erum að fara flytja til Berlínar í október, er að fara í mastersnám, rosa spennt!!

Ásdís said...

Frábært :) Verður enn meira gaman að fylgjast með blogginu ykkar þá! :)

Valgerður said...

já nákvæmlega, við verðum dugleg þar að taka myndir :)

Gugga said...

Ótrúlega fallegar myndir!

Valgerður said...

takk Guggsí mín :)