Við fórum í æðislega helgarferð til Dresden í byrjun desember en þar tóku á móti okkur yndislegu gestgjafarnir, þau Sædís og Chaman. Þau eru þar í háskólanámi, aðeins um 2 klst. frá Berlín í virkilega fallegri fyrrum Austur-þýskri borg. Við náðum að sjá og gera helling, skoðuðum fallega gamla miðbæinn en kíktum líka í nýja og meira "hip" hverfið þar sem unga fólkið heldur sig. Við borðuðum svakalega góðan mat, amerískan veislu brunch að hætti Sædísar og svo hefðbundinn arabískan kvöldverð að hætti Chaman. Við skoðuðum túristastaðina, fengum okkur glühwein á jólamörkuðunum, kynntum okkur sögu borgarinnar á borgarsafninu og kíktum í second hand búðir. Næturlífið var ansi skemmtilegt en Chaman og Sædís fóru með okkur á shisha-bar þar sem við reyktum ávaxtatóbak úr vatnspípu undir arabískum tónum. Því næst var haldið á suðrænan dans-kjallara þar sem Sædís kenndi mér undirstöðuatriðin í salsadansi. Inn á milli höfðum við það notalegt í kósý íbúðinni í gamla bænum þar sem Sædís og Chaman hafa komið sér vel fyrir.
Við mælum hiklaust með heimsókn til Dresden, en borgin minnir um margt á Vínarborg með öllum fallegu gömlu byggingunum sem allar voru endurreistar í gömlum stíl eftir stríðið. Í gegnum borgina rennur áin Elbe og útsýnið hinu megin við brýrnar er virkilega fallegt.
Alvöru brunch að hætti Sædísar sló í gegn eftir hressandi föstudagskvöld.
Ein af tveimur byggingum í miðbæ Dresden sem ekki urðu fyrir barðinu á sprengjum Bandamanna í Seinni heimstyrjöldinni. Byggingin hýsir heilsutryggingafyrirtæki í dag og er ská á móti húsi Sædísar og Chaman.
Í bakgarði Zwinger Palace
Sædís og Chaman í gamla bænum
Arabískur kvöldverður þar sem (næstum) allt var gert alveg frá grunni af Sædísi og Chaman (meira að segja falafel!)
Jólamarkaðurinn í miðbæ Dresden laðar að sér fjöldan allan af ferðamönnum.
Við Eyþór kíktum út í brunch á sunnudeginum.
Sunnudeginum eyddum við Eyþór í borgarsafni Dresden
Leifar af sprengju sem var ein af mörgum sem lagði Dresden í rúst í Seinni heimstyrjöldinni.
Erich Honecker, fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands fær það óþvegið.
Eftir að hafa skoðað myndirnar langar mig helst aftur í heimsókn til Dresden, en það gæti verið að frábæru gestgjafarnir okkar hafi eitthvað með það að gera.. Ég hugsa nú samt að ég verði að sjá þessa fallegu borg líka í sumarbúningi :)
1 comment:
Alltaf jafn skemmtilegar myndir!! Love it.
Post a Comment