Thursday, August 2, 2012

Hringferð - Suðurland seinni hluti

Annan daginn keyrðum við frá Skaftafelli og alla leið á Austurlandið.

Jökulsárlón var að sjálfsögðu skoðað ásamt öllum þeim milljón túristum sem þar voru.
Kirkja á einkavegi sem við reyndum að komast í. Pirrandi hvað næstum allar sveitakirkjur á Íslandi eru læstar!
Á Hoffelli eru nokkrir náttúrupottar, vel heitir og fínir. Fínasta aðstaða sem bóndinn á jörðinni hefur gert, það var æðislegt veður þennan dag og þetta var verulega notalegt..
Við fórum í smá pikknikk á Höfn í Hornafirði og lékum okkur svo í aparólunni.
Fjöllin á leiðinni austur eru mörg hver ansi falleg.
Hér var verið að ná í eðal sand fyrir ömmu. Það var viðbjóðslegt rok og við vorum öll í sandi eftir þetta.. samt ekki jafn slæmt og á Dettifossi. Og já við vorum á litla Aygoinum allan hringinn, hann stóð sig bara ágætlega..
Þetta eru eggin í Gleðivík en sú gleðilega vík er staðsett í Djúpavogi. Þar í bæ fékk ég makkarónur í fyrsta sinn á Íslandi á kaffihúsinu Langabúð. Þær voru bara nokkuð góðar.

2 comments:

EddaRósSkúla said...

Elska þessar myndir!

Valgerður said...

und ich liebe dich!