Fórum á æðislegan stað í Camden og fengum okkur Mohito. Sjáið ljósin hér að ofan, svo fallegt!
Löbbuðum svo í gegnum matarmarkað þar sem þessar ansi stóru pylsur voru til sölu, sem og þessi girnilegi laukur..
Hafið heyrt um Churros? Þetta er djúpsteikt S-amerískt góðgæti (líka vinsælt á Spáni&Portúgal) sem ég hafði séð á matarbloggum og var forvitin að prófa. Við Bergey fengum okkur einn skammt saman bæði með karamellu og súkkulaði... þetta var himneskt!
Svo fengum við okkur jafnvel eins og eitt glas af Sangriu.. fyrst við vorum í suðrænum gír ;)
Við enduðum svo daginn á ljúffengri máltíð á tælenskum stað þar sem þeir eru með BYOB (Bring your own booze) policy. Það er víst ekki óalgengt að sumir (litlir) veitingastaðir bjóði fólki að mæta með sitt eigið áfengi því vínveitingarleyfið er dýrt. Við fögnuðum því með einni hvítvín úr hverfisbúðinni..