Sunday, September 30, 2012

Laugardagur í London: Camden


Fórum á æðislegan stað í Camden og fengum okkur Mohito. Sjáið ljósin hér að ofan, svo  fallegt!
Löbbuðum svo í gegnum matarmarkað þar sem þessar ansi stóru pylsur voru til sölu, sem og þessi girnilegi laukur..

Hafið heyrt um Churros? Þetta er djúpsteikt S-amerískt góðgæti (líka vinsælt á Spáni&Portúgal) sem ég hafði séð á matarbloggum og var forvitin að prófa. Við Bergey fengum okkur einn skammt saman bæði með karamellu og súkkulaði... þetta var himneskt!
Svo fengum við okkur jafnvel eins og eitt glas af Sangriu.. fyrst við vorum í suðrænum gír ;)

Við enduðum svo daginn á ljúffengri máltíð á tælenskum stað þar sem þeir eru með BYOB (Bring your own booze) policy. Það er víst ekki óalgengt að sumir (litlir) veitingastaðir bjóði fólki að mæta með sitt eigið áfengi því vínveitingarleyfið er dýrt. Við fögnuðum því með einni hvítvín úr hverfisbúðinni..

Saturday, September 29, 2012

Laugardagur í London: Portobello Market

Halló halló!
Nú er ég búin að búa í Bath í eina viku og mér líst bara asskoti vel á borgina, skólann og samnemendur mína. Er búin að fara út með myndavélina og taka helling af myndum sem ég mun setja á bloggið á næstunni. Er að spá í að jafnvel hafa bloggið á ensku fyrst ég mun tala ensku alveg næsta árið og sennilega bara kynnast enskumælandi fólki. 

Ég flaug til London á föstudeginum fyrir viku. Flugið var ansi skemmtilegt þar sem það var verið að taka upp tónlistarvídjó fyrir Steindann okkar. Framleiðandinn bað mig um að koma og sitja fremst þannig að það sést glitta í stelpuna í 1 sek. í nýjasta tónlistarmyndbandinu....haha.


Bergey var svo indæl að leyfa mér að gista hjá sér tvær nætur í London þar sem mig langaði að eyða laugardeginum í stórborginni áður en ég færi til Bath. Við gerðum helling, fórum á Portobello Market, á túristastaði og lukum deginum tipsy í Camden...semsagt, virkilega góður dagur.


Litla linsan var með í för allan daginn þar sem ég elska að skoða alls konar smáatriði og þau eru sko útúm allt í skemmtilegu hverfunum í London. Það er ekki eðlilegt hvað ég fæ mikinn valkvíða hvaða myndir ég á að velja til að setja hingað inn þannig að þið fáið bara slatta (svona til að bæta upp fjarveruna á meðan ég var að koma mér fyrir í Bath). 


Fyrri helmingi dagsins var semsagt eytt á Portobello Market sem er víst "world's largest antique market" samkvæmt google, enda fannst okkur hann endalaus!




Við fengum okkur mat frá Venezuela, hefðbundna "samloku" sem heitir Arepa. Svaka góð!


T.d. elska ég þessa litlu fána, smáatriði sem gerir götuna svo miklu skemmtilegri.
Sama með þessi ljós. Í framtíðinni langar mig í lítinn bakgarð með svona ljósum hangandi.
Þessi sjón var það fyrsta sem blasti við okkur á markaðnum. Varð að smella af, þau voru svo innileg úti á miðri götu..
Cupcakes frá The Hummingbird Bakery
Örugglega notalegt að enda daginn á yoga í almenningsgarðinum...

Tuesday, September 18, 2012

Partýbær (Hafnir)

 











Mér finnst alltaf notalegt að koma í Hafnirnar enda er ég ættuð þaðan. Það er svo mikil kyrrð í þessum litla bæ sem er reyndar partur af Reykjanesbæ. Þrjár götur, engin búð en þó hestar, strönd, kirkja og körfuboltavöllur (mikilvægt).

Saturday, September 15, 2012

Pétur páskaungi á hringferðalagi

Bróðir hans Magnúsar, Pétur prófessor kom með okkur í hringferðina og skemmti sér vel þrátt fyrir að hann hafi oft gleymst inni í bíl..
Hann kom þó með og skoðaði Seljavallalaug.
Hér er hann að pósa við Reynisdranga.
Kominn í svarta sandinn á Vík í Mýrdal.
Honum fannst Lystigarðurinn á Akureyri snilld, svo mikið af fallegum blómum.
Pétur prófessor að lesa ljóð eftir Matthías Jochumsson.

Wednesday, September 12, 2012

Charlotte, Uwe og Reykjanesið

 Reykjanesið er bara nokkuð fallegt..
...en það er alltaf rok. (túristapós í bakgrunni :)
 Charlotte og Uwe hjá Gunnuhver
Pasta með tofu, sveppum og lauk.

Charlotte og Uwe eru couch surferar sem gistu á sófanum hjá okkur í ágúst. Þau eru (eins og Maja) sálfræðinemar við háskólann í Würzburg í Þýskalandi. Þau voru ótrúlega fín og eyddum við einni kvöldstund með þeim. Fórum með þau að Reykjanesvita, skoðuðum klettana, brúnna milli heimsálfa og Gunnuhver. Þau launuðu okkur svo ómakið, komu með mat með sér og elduðu fyrir okkur virkilega góðan grænmetisrétt. 
Þau eru 23 og 25 ára og voru búin að hjóla hringinn á þremur vikum áður en þau komu til okkar. Áður höfðu þau couchsurfað í Perú og Ghana, Uwe hafði búið í Tælandi og gátu þau því sagt okkur margt skemmtilegt.

Daginn eftir fengum við svo til okkar Frakkana Thomas og Lucile. Hann er tölvu/hugbúnaðarsérfræðingur og hún er kokkur (og eldaði fyrir okkur svaka góðan rétt) og þau komu færandi hendi með franskt vín. Því miður steingleymdum við að taka myndir af þeim en  mér fannst ég ekki geta skilið þau útundan á blogginu þar sem ég veit að Thomas hefur lesið bloggið, hæ Thomas! :)