Wednesday, September 12, 2012

Charlotte, Uwe og Reykjanesið

 Reykjanesið er bara nokkuð fallegt..
...en það er alltaf rok. (túristapós í bakgrunni :)
 Charlotte og Uwe hjá Gunnuhver
Pasta með tofu, sveppum og lauk.

Charlotte og Uwe eru couch surferar sem gistu á sófanum hjá okkur í ágúst. Þau eru (eins og Maja) sálfræðinemar við háskólann í Würzburg í Þýskalandi. Þau voru ótrúlega fín og eyddum við einni kvöldstund með þeim. Fórum með þau að Reykjanesvita, skoðuðum klettana, brúnna milli heimsálfa og Gunnuhver. Þau launuðu okkur svo ómakið, komu með mat með sér og elduðu fyrir okkur virkilega góðan grænmetisrétt. 
Þau eru 23 og 25 ára og voru búin að hjóla hringinn á þremur vikum áður en þau komu til okkar. Áður höfðu þau couchsurfað í Perú og Ghana, Uwe hafði búið í Tælandi og gátu þau því sagt okkur margt skemmtilegt.

Daginn eftir fengum við svo til okkar Frakkana Thomas og Lucile. Hann er tölvu/hugbúnaðarsérfræðingur og hún er kokkur (og eldaði fyrir okkur svaka góðan rétt) og þau komu færandi hendi með franskt vín. Því miður steingleymdum við að taka myndir af þeim en  mér fannst ég ekki geta skilið þau útundan á blogginu þar sem ég veit að Thomas hefur lesið bloggið, hæ Thomas! :)

2 comments:

Anonymous said...

Very nice!
You really have a good Camera :)

Thanks again for the stay at your place!!

Charlotte & Uwe

Ásdís said...

Frábært Valgerður, svona á að gera þetta!