Wednesday, November 27, 2013

Potsdam, Þýskaland

Við ætlum að setja smá pásu á færslur frá Ameríkuferðinni. Við eigum eftir að vinna slatta af myndum og svo eru fjölskyldur okkar farnar að biðja um myndir frá lífinu okkar hér í Þýskalandi. Okkur langar ótrúlega að halda blogginu gangandi á meðan við búum erlendis, en við höfum verið frekar and - og metnaðarlaus í myndatökum og myndavinnslu undanfarið. Bloggið verður því ekki uppfært jafn reglulega og áður en við munum þó reyna að setja inn myndirnar okkar hingað inn af og til. 

Þegar við ferðumst finnst okkur þó mikilvægt að taka myndavélina með og eiga skemmtilegar myndir til minningar. Við fórum síðasta laugardag í dagsferð til Potsdam sem er lítil borg rétt fyrir utan Berlín. Borgin er með fallegan miðbæ og allt öðruvísi stemning heldur en í stórborginni. Soldið túristaleg en afar krúttleg og flest hægt að sjá á nokkrum klukkustundum.

 Hollenska hverfið var ansi snorturt.
 Ef ég sé skilti sem stendur á GLÜHWEIN, þá er ég mætt. Ég elska þetta heita jólaglögg sem boðið er upp á á jólamörkuðum í þýskumælandi löndunum. Þarna var boðið upp á bláberja - og epla/kanil glühwein.
 Það var ekki þverfótað fyrir japönskum skólakrökkum.
 Hallargarður Sanssouci Schloss.

2 comments:

hildur björk said...

jei loksins! skemmtilegt, og flottar myndir :) þú sæt!

Anonymous said...

Gaman love mamma