Ég hef mikinn áhuga á fjölmenningarlegri matargerð og var ekki lengi að játa þegar mér var boðið að útbúa pierogi þjóðarrétt Pólverja með Tomas. Tomas býr í Keflavík þar sem hann er háskólakennari og deildarstjóri í Keili og kærasta hans hún Helena er portúgölsk og vinkona mín.
Tomas hefur gaman af því að leika sér í eldhúsinu eins og ég og hefur nokkrum sinnum gert pierogi frá grunni en mamma hans og amma gera þetta þegar von er á góðum gestum enda tekur þetta um 4 tíma, að gera allar fyllingarnar og fylla hvert einasta stykki. Tomas sagði að það tæki því ekkert að byrja á þessu ef við gerðum ekki slatta og því enduðum við með 200 stykki sem ég á ennþá inn í frysti.
Deigið er bara úr hveiti, eggjum, salti og sjóðandi vatni.
Fylling 1: Tómatar (niðursoðnir), rifinn mozarella og stappaðar kartöflur (plús pipar, oregano & basil)
Fylling 2: Hvítur ostur (algengur í Póllandi - svipað og rjómaostur), stappaðar kartöflur og svissaður laukur.
Fylling 3: Svínahakk, svissaður laukur og hvítlaukur (fest saman með eggi)
Fylling 4: Spínat, svissaður laukur, hvítlaukur og gráðaostur.
Deigið er hnoðað, flatt út og skorið út í hringi sem fylltir eru með gumsinu.
Tilbúið til að fara í pottinn og soðið í örstutta stund.
Engin sósa er borin fram með þessu en smátt skorið beikon er hins vegar algengt meðlæti. Mér finnst líka rosa gott að setja ólífuolíu út á og parmesan ost.
Pólsk kaka var í eftirrétt, öðruvísi en við eigum að venjast en ótrúlega góð.
6 comments:
Vaaá love á pólska matargerð!
Filling no.2 is the classic polish pierog, called "the russian" ;). The special cheese is available in Mini Market.
Yes, I think I need to go to mini market to try the sweet pierogies as well!
My favorite is the "Italian" filling and then the meat one. When I do it the next time, I think I will try something new like ham/cheese, veggies..
Also, I am craving the cake!! Do you think they have it at Mini Market? Or maybe I can make it myself :)
Skemmtilegt! :)
he looks so polish! after dating someone who was polish, i have a theory that i'm really good at identifying poles whether on tv, online, or in person. and i'm usually right! :)
and pierogis are my favorite. so good.
haha you're so right!
I grabbed the chance when my new friends from Portugal and Poland invited me for dinner - "can we make pierogi!??". I had never had it before but seen it multiple times on your blog. I mean "pasta" with a bunch of different fillings.. yes please :)
Post a Comment