Friday, February 17, 2012

Strawberry cupcakesJarðaberja cupcakes
 (uppskrift innblásin af möffins uppskriftum Lísu Hjalt)
 
3,75 dl spelt
40 g haframjöl
2 tsk lyftiduft
½ tsk fínt sjávarsalt
1 tsk vanilla
1 egg
1 dl hrásykur
½ matskeið sítrónusafi
1 matskeið kókosolía
3 bananar (eða barnamatur með epla og/eða bananabragði að sama magni og um 3 bananar, myndi segja 3 litlar glerkrukkur)
1, 5-2 dl frosin jarðaber (smekksatriði)
25 g möndlur, saxaðar


Takið jarðaber út úr frystinum. Blandið þurrefnunum saman í stóra skál og setjið til hliðar. Í aðra og minni skál, hrærið saman eggi, hrásykri, sítrónusafa og brædda kókosolíu (setjið annað hvort krukkuna inn í örbylgjuofn eða undir heitt vatn). 
Stappið bananana og blandið út í eggjablönduna (eða setjið barnamatinn út í). Saxið möndlurnar mjög smátt (eða setjið í matvinnsluvél) og setjið út í þurrefnaskálina.Notið sleikju til þess að blanda blautefnunum rólega saman við þurrefnin og alls ekki hræra mikið. Deigið á að vera létt í sér þannig að þið þurfið bara rétt að velta deiginu með sleikjunni þar til hráefnin hafa blandast saman. Saxið jarðaberin sem eru enn ágætlega frosin,  í munnbita og blandið þeim rólega saman við deigið.
Hellið deiginu í sílíkonform (það er erfitt að nota pappírsform fyrir þessar þar sem það er svo lítið af fitu/olíu í uppskriftinni - ég setti í sílikonform rétt upp að helming og setti þær svo í pappírsformin eftir að kökurnar komu úr ofninum bara af því að mér finnst betra að hafa þær í pappírsformum, sérstaklega þegar maður setur krem ofan á).
Bakið við 180° í um 25 mín.
Látið kólna og smyrjið vanillukremi ofan á (í þessar notaði ég tilbúið krem en ég kem bráðum með uppskrift af hollum kremum úr kókosmjólk!).
Skreytið með jarðaberi ef þið viljið, það er svo fallegt :)

No comments: