Thursday, September 6, 2012

Brúðkaupssumar

Ég sem hafði aldrei verið gestur í brúðkaupi áður fór í tvö slík í sumar og fór í eina athöfn sem fiðluspilari. Öll þessi þrjú brúðkaup voru mjög ólík en öll rosalega falleg.

  



Ég spilaði reyndar á fiðluna í tveimur brúðkaupum, þarna spilaði ég meirasegja brúðarmarsinn inn og út, það kom bara mjög vel út :)
Sæunn, systir Eyþórs giftist sínum heittelskaða í lítilli og náinni athöfn í hverfiskirkjuni í Reykjavík. Virkilega falleg stund og gömlu loks gift eftir um 11 ára samband held ég! (Eyþór tók þessar fallegu myndir)
Við háskólavinkonurnar lögðum af stað upp í sveit í grenjandi rigningu og roki en lentum svo í þvílíkri blíðu í Fljótshlíðinni (fyrir utan smá rok). Hér er partur af hópnum á leiðinni í sveitakirkjuna.
Elsku fallega Hildur brúður í hópmyndatöku (vantaði að vísu Ívar Orra)
Krakkarnir mínir í salnum rómantíska (sjáið efstu myndina, svo fallegt og kósý!)
Og svo yndislegu brúðhjónin nýgift, ég held ég hafi aldrei séð krúttlegri mynd!!
Við Edda Rós spiluðum svo í brúðkaupi Hafdísar og Harðar, ég varð að setja þessa mynd inn því það sést glitta í fiðluleikarana uppá efri hæðinni ;) Við áttum ekki orð yfir fegurð brúðarinnar og systranna, þetta var æðisleg athöfn, mjög persónuleg og afslöppuð.

(ath. flestar myndirnar eru frá vinkonum mínum eða vinum brúðhjónanna, smá stel af facebook...)

2 comments:

Hafdís said...

Fiðlan gerði heilmikið í kirkjunni "heyrði" ég :) takk fyrir okkur og hrósið ;)

Valgerður said...

já ég er ekki frá því að þetta hafi búið til góða stemningu þegar fólk beið eftir þér :)
takk sömuleiðis, það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessari fallegu athöfn!