Fullt af myndum frá síðustu tveimur dögum hringferðarinnar á Norðurlandinu.
Mývatn bauð upp á ansi magnað landslag, rigningu, mý (sem við forðuðumst með því að fara á tjaldsvæðið sem var ekki nálægt vatninu), skemmtilegt kúafjóskaffihús, kósýkvöld í tjaldi með yatsi og bókalestri, ískalda nótt þar sem sofið var með húfu og vaknað með frosinn nebba).
Við reyndum að kíkja í sveitakirkju sem tilheyrði þessum bóndabæ en hún var auðvitað læst. Þessi vinalegi hundur kom hins vegar og heilsaði upp á okkur.
Við elskum Siglufjörð! Yndislegur bær, við röltum þar um á sunnudegi og það var eiginlega enginn á ferli.
Við vorum orðin þreytt á að sitja í bílnum og tókum göngutúr um þetta svæði. Lágum svo og sóluðum okkur í góða stund áður en við mundum að vikunni áður var talið að ísbjörn hefði verið á svæðinu...
Stuðlaberg á Hofsósi.
Fallegt á Hólum í Hjaltadal þar sem uppáhalds 101 Rvk. fjölskyldan mín eyðir sínum jólum og sumrum.
Við keyrðum mikið þennan sunnudag og vorum komin aftur heim á Reykjanesbraut um miðnætti á sunnudegi. Eyþór tók þessa fallegu mynd af Snæfellsjökli í gegnum brotna rúðu á yfirgefnu ótilbúnu húsi á Vatnsleysuströnd.
1 comment:
Great pictures. I will have to start following your blog.
Post a Comment