Saturday, September 29, 2012

Laugardagur í London: Portobello Market

Halló halló!
Nú er ég búin að búa í Bath í eina viku og mér líst bara asskoti vel á borgina, skólann og samnemendur mína. Er búin að fara út með myndavélina og taka helling af myndum sem ég mun setja á bloggið á næstunni. Er að spá í að jafnvel hafa bloggið á ensku fyrst ég mun tala ensku alveg næsta árið og sennilega bara kynnast enskumælandi fólki. 

Ég flaug til London á föstudeginum fyrir viku. Flugið var ansi skemmtilegt þar sem það var verið að taka upp tónlistarvídjó fyrir Steindann okkar. Framleiðandinn bað mig um að koma og sitja fremst þannig að það sést glitta í stelpuna í 1 sek. í nýjasta tónlistarmyndbandinu....haha.


Bergey var svo indæl að leyfa mér að gista hjá sér tvær nætur í London þar sem mig langaði að eyða laugardeginum í stórborginni áður en ég færi til Bath. Við gerðum helling, fórum á Portobello Market, á túristastaði og lukum deginum tipsy í Camden...semsagt, virkilega góður dagur.


Litla linsan var með í för allan daginn þar sem ég elska að skoða alls konar smáatriði og þau eru sko útúm allt í skemmtilegu hverfunum í London. Það er ekki eðlilegt hvað ég fæ mikinn valkvíða hvaða myndir ég á að velja til að setja hingað inn þannig að þið fáið bara slatta (svona til að bæta upp fjarveruna á meðan ég var að koma mér fyrir í Bath). 


Fyrri helmingi dagsins var semsagt eytt á Portobello Market sem er víst "world's largest antique market" samkvæmt google, enda fannst okkur hann endalaus!




Við fengum okkur mat frá Venezuela, hefðbundna "samloku" sem heitir Arepa. Svaka góð!


T.d. elska ég þessa litlu fána, smáatriði sem gerir götuna svo miklu skemmtilegri.
Sama með þessi ljós. Í framtíðinni langar mig í lítinn bakgarð með svona ljósum hangandi.
Þessi sjón var það fyrsta sem blasti við okkur á markaðnum. Varð að smella af, þau voru svo innileg úti á miðri götu..
Cupcakes frá The Hummingbird Bakery
Örugglega notalegt að enda daginn á yoga í almenningsgarðinum...

3 comments:

Heiða Rut said...

Ohh Portobello, hann er æði! Hlakka til að sjá fleiri myndir.

Anonymous said...

Oohh já sammála Heiðu Portobello er æði..!!

-ellen agata

Valgerður said...

fóruð þið þangað saman þegar þið voruð í London?? það er æði að labba þarna á laugardegi í góðu veðri :)