Wednesday, March 20, 2013

Nifty Fiftys

Við duttum inná ekta 50's diner í dagsferð okkar til Port Townsend og Eyþór tók ekki í mál að fara neitt annað eftir að við kíktum inn um gluggann á þessum stað (hann er mikill aðdáandi svona ekta gamaldags amerískra veitingastaða). Það var mjög góð ákvörðun þar sem maturinn var ótrúlega góður og stemningin akkúrat eins og hún átti að vera.. meira segja glymskrattinn virkaði ;)
Ég er yfirleitt ekkert það spennt fyrir borgurum en ég er enn að hugsa um þennan..
 Besti súkkulaðisjeik sem ég hef smakkað.. jafn góður og Chocolate frosty eins og við fengum alltaf á Wendy's uppi á velli eftir körfuboltaleiki þar sem við spiluðum á móti high school liðinu.

4 comments:

Unknown said...

Váá hvað þetta er bilað flott, elska svona staði !!

Ásdís said...

Skemmtilegt :) Í minningunni þá leit staðurinn í Beverly Hills 90210 alveg eins út, en það gæti svosem alveg verið rugl í mér...

Valgerður said...

jaá það gæti verið Ásdís.. það vantaði bara svona hálfhringsbása :)

ester said...

Ókei þið gangið frá mér! Ég lifi í 50s draumi í púffpilsi og petticoat drekkandi kirsuberjakók þegar ég sé þessar myndir..