Thursday, March 21, 2013

St. Patricks day

Jim "host-pabbi" er af írskum ættum, amma hans og afi voru írskir innflytjendur og því heldur hann mikið upp á St. Patricks day. Það voru 15 manns í mat hjá okkur um kvöldið og við dunduðum okkur við matseld allan daginn. Jim dró fram þrjá geisladiska sem innihéldu írsk þjóðlög og var hann með þá stillta á hæsta leveli og diskarnir rúlluðu allan daginn og allt kvöldið. Við vorum öll komin með meira en nóg af þessari tónlist í lok kvöldsins og Aladene ("host-mamma") fullvissaði mig um að ég myndi aldrei framar sjá þessa diska þar sem aðeins er hlustað á þá á St. Patricks. 

Tvö af börnum Jim og börnin þeirra komu í mat og í matinn var "Irish corn beef and cabbage" og í eftirrétt var eplakaka með rjómaostakremi og svo kom Allie, kona barnabarns Jims með eftirrétt frá Perú. Ég var að sjálfsögðu mjög spennt að smakka enda elska ég að prófa nýja deserta, og hvað þá frá framandi löndum. 


Það er engin sósa borin fram með kjötinu, aðeins horseradish (piparrót).
Kokkurinn að skera kjötið í grænu Guinnes peysunni sinni sem hann dregur einnig fram einu sinni á ári..
Húsið er skreytt í tilefni dagsins.
Jim og barnabörnin hans og systkinin, Jessica og Paul.
Þessar kökur frá Perú heita Alfajores og eru himneskar! Ég hefði átt að mynda þær betur þar sem það er ótrúlega góð karamella í miðjunni. Það voru nokkrar eftir í lok kvölds og ég sagði Allie að hún þyrfti ekkert að vera að burðast með restina heim..

Við ætlum loksins í borgina á morgun, við erum búin að eiga rólega daga hérna í Poulsbo undanfarið þar sem Eyþór er á haus í verkefnaskilum í skólanum. Annars er planið um helgina að horfa á mikinn körfubolta (hér er alltaf körfubolti í einu sjónvarpinu og pólitík í hinu). March Madness er að byrja en það er úrslitakeppni háskólakörfuboltans. Lið úr okkar fylki (Gonzaga) er einmitt í efsta sæti þannig að það verður spennandi að fylgjast með.

5 comments:

Nanna said...

En hvað host-fjöskyldan þín er yndisleg. Ég hef einmitt svo gaman að því hvað Kanar eru miklir gestgjafar og ná að láta allar hátíðir verða að matarveislum :)

Valgerður said...

ójá þar er ég sko sammála þér :)

Kristín said...

Guð hvað þetta hljómaði eins og indislegur dagur ;)

Anonymous said...

skemmtileg stemming hjá ykkur
love mamma

Valgerður said...

já Kristín þú hefðir nú fílað þetta ;)