Í dag hef ég sjaldan verið jafn spennt að vera að flytja til útlanda (bara vika í þetta!!).. sit heima, búin að kveikja á kertum og er að bíða eftir þessum úr ofninum. Annars eru hér nokkrar myndir úr iphone-inum sem (flestar) hafa ekki ratað á instagram. Ég mun vera miklu duglegri á instagram þegar ég flyt til Seattle, get ekki beðið eftir nýju myndefni! (ef þið viljið followa þá heiti ég valgerdurbjork þar)
Við Eyþór gáfum tengdamömmu konudagsblóm.
Nýjasti desertinn á Sushisamba, mæli hiklaust með! (heitir Súkkulaðimanía minnir mig)
Göngutúr um gamla bæ Keflavíkur.
Frænkuboð hjá mömmu.
Karamellulatte og Der Spiegel. "Þýski draumurinn" í haust fyrir okkur Eyþór ;)
Fallega stofan í Austurbæjarbíó.
No comments:
Post a Comment