Við keyrðum yfir til Bainbridge Island í vikunni, það er svo gaman að skoða nýja bæi og komast í nýtt umhverfi. Bærinn er þó voða svipaður Poulsbo, með fallegt útsýni, heillandi bryggju og krúttlegan miðbæ, en þar búa um 20þús og í Poulsbo um 9þús manns. Þegar ég gúgglaði staðinn til þess að finna íbúafjöldann, komst ég að því að fyrir einhverjum árum var bærinn í 2. sæti yfir bestu staði til að búa á í Bandaríkjunum (samkvæmt CNN Money). Ég veit nú ekki alveg með það...en okkur Eyþóri finnst vestur Washington fylki vera mjög heillandi svæði, náttúran er svo ólík því sem við erum vön heima á Íslandi. Frá Bainbridge Island er stutt að fara í borgina en ferjan til Seattle fer einmitt þaðan og tekur ferðin rúman hálftíma.
Stuttu eftir þetta kom þjónninn og sagði að það væri nú ekki alveg í lagi að hafa Stóra Dan inni á veitingastað.
Þannig að hann var bara bundinn við hurðahúninn á útidyrahurð staðarins og allir sem vildu komast út og inn þurftu að labba framhjá honum.. Ég veit um eina vinkonu mína sem myndi ekki láta sér detta í hug að labba þarna framhjá, hvað þá inná staðinn (þú veist hver þú ert.. ;)
Það eru endalaust af cherry blossom trjám hérna.
Ein gömul í rauðu frá toppi til táar á aðalgötu bæjarins, langaði að mynda hana betur :)
No comments:
Post a Comment