Á leiðinni heim frá Leavenworth stoppuðum við á Indianola ströndinni sem er um hálftíma frá Poulsbo. Þegar ég var í high school fóru krakkarnir hingað á sólríkum dögum. Ég fór líka hingað á áramótabrennu með Stephanie belgísku vinkonu minni og host-fjölskyldunni hennar en þau bjuggu í húsi lengst inni í skógi (mjög algengt á þessu svæði) ekki svo langt frá ströndinni. Ég man hvað mér fannst furðulegt að eyða áramótunum í fyrsta skipti ekki í Keflavík með fjölskyldu og vinum en þann 31.des 2004 flaug ég með körfuboltaliðinu mínu heim til Seattle frá Alaska þar sem við höfðum eytt jólafríinu í að keppa á körfuboltamóti í Juneau, höfuðborg fylkisins.
Þetta er nú ekki merkileg strönd á mælikvarða heitu fylkjanna í Bandaríkjunum, en miðað við að ég bý í fylkinu sem er lengst til norðurs og einnig lengst til vesturs, þá er þetta hin fínasta strönd á sólríkum degi.
Frekar hressandi að kíkja útá þilfar í Kingston-Edmonds ferjunni á leiðinni tilbaka frá Leavenworth.
Úti á enda bryggjunnar lá fólk í sólbaði en ég veit um vinkonur sem lágu bara á steinunum einn sólríkan dag árið 2005 að reyna að tana en þann daginn var ekki mikil fjara sem olli því að ekki var hægt að liggja á sandinum. Ég auglýsi hér eftir myndum frá þeim degi, þú veist hver þú ert!