Við tókum nokkrar myndir eitt kvöldið þegar sólin var að setjast akkúrat þegar við vorum að taka ferjuna frá borginni yfir til Bainbridge Island. Það er alltaf einhver sjarmi yfir ferjuferðinni yfir á "the other side of the water" eins og fólkið hérna kallar Kitsap sýsluna þar sem Poulsbo er.
Þessi staður er við hliðina á ferjustöðinni niðri á höfn. Parísarhjólið er tiltölulega nýkomið en við höfum ekki enn prófað það.
Um leið og við komum um borð fórum við upp stigann og nutum útsýnisins yfir borgina sem var afar fallegt í sólsetrinu.
.. það er samt alltaf rok uppi á þilfarinu!
No comments:
Post a Comment