Wednesday, April 24, 2013

(Á leiðinni til) Leavenworth, WA

Um páskahelgina var rosalega gott veður í Washington fylki, sól og 20 stiga hiti og okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt áður en skólinn myndi byrja á mánudeginum. Við ákváðum á laugardagsmorgninum að keyra inn í miðjuna á fylkinu og skoða lítinn bæ sem gæti alveg eins hafa verið bær í Bæjaralandi (Bavaria - syðsta sambandsland Þýskalands). 

Bærinn er semsagt byggður eins og þýskur bær, "Alparnir" umlykja bæinn og þýski fáninn hangir út úm allt. Myndir af bænum fáiði að sjá í næstu færslu en bílferðin þangað var ekki síður skemmtileg. 
Það er skemmtileg stemning að stoppa á svona drive through kaffiskúrum en sjaldnast er kaffið nú gott..
Hins vegar var æðislegt að koma við hér. Alpen drive in í bænum Sultan bauð upp á hamborgara og mjólkurþeytinga. Einnig var skemmtilegt svæði í kringum staðinn þar sem hægt var að sitja úti í góða veðrinu.
Á leiðinni til Leavenworth stoppuðum við og fengum okkur karamellusjeik og svo urðum við að prófa hamborgarann á leiðinni til baka. Bæði mjög gott.
Stuttu eftir að þessi mynd var tekin kom sú lengsta flutningalest sem við höfum séð! Hún var án gríns svona 2 km á lengd.
Útsýnið úr bílnum var æðislegt.

1 comment:

Unknown said...

Elska svona "búllur" finnst þær svo sjarmerandi ! :)