Thursday, April 4, 2013

Goodbye Poulsbo

Hæ, ég er enn hér!
Það er góð ástæða af hverju ég hef ekki bloggað í rúma viku eða svo, en það er bókstaflega búið að vera brjálað að gera hér í Ameríkunni. Síðan ég skrifaði síðast erum við búin að fara í helgarferð til Leavenworth, flytja í nýja borg og hús og fyrsta vikan í skólanum hjá mér er búin. Jim átti afmæli í vikunni sem leið, við fórum á Rihanna tónleika og ég mætti í svona milljón tíma í vikunni til þess að ákveða hvaða kúrsa ég myndi taka þessa önn. Þannig að endilega fyrirgefið mér vinir og fjölskylda ef ég hef verið fjarverandi á veraldarvefnum. 
Til þess að bæta upp fyrir fjarveruna býð ég ykkur uppá nokkur listaverk frá Poulsbo, en við erum búin að hafa það alveg ótrúlega gott síðustu 3 vikur hjá bestu gestgjöfum í heimi. 

Það mætti halda að þetta væru málverk en veðrið var ekki að skemma fyrir ljósmyndaranum. Þrjár neðstu myndirnar eru teknar niðri á höfn í miðbænum en efri tvær eru teknar beint fyrir utan gamla húsið mitt. Fínasta útsýni sem tók við mér þegar ég var keyrð í þennan smábæ 17 ára gömul :)
Og svo nokkrar myndir frá hinu og þessu síðastliðna viku í Poulsbo..

Ég og afmælisbarnið þann 31. mars. Jim varð 78 ára og bauð fjölskyldunni að sjálfsögðu í mat.
og áfram halda stökkin...
French toast þar sem Jim notaði brauð með kanil-tvisti og það var fáránlega gott! Ég elska svona eggjabrauð með kanil, maple sýrópi og stökku beikoni (Jim og Aladene gera besta morgunmat sem ég veit um, eyða oft svona klst. að útbúa hann!)
Eyþór í nostalgíufíling, hann var alltaf hrifinn af Trix morgunkorninu.
 Bailey geispar.
Og Molly geispar. Þið sem þekkið mig vita að ég er alls engin hundamanneskja. En mér þykir virkilega vænt um þessar tvær systur og ég hef líka nappað Eyþór að knúsa þær og gefa þeim góðgæti.. þrátt fyrir að þær sleiki mann, hoppi á hausinn á manni þegar maður liggur í sófanum og skilji eftir sig hundahár á fötunum.
Bless í bili litli sæti bær - Halló Seattle!

8 comments:

Ásdís said...

Vá hvað þetta er notalegur bær :) Minnir mig á staði sem við heimsóttum í Québec síðasta sumar... Njóttu Seattle!!

Anonymous said...

Flottar myndir og komin tími á skype love mamma

Heiða Rut said...

Svo krúttlegur þessi pulsubær :)

eva said...

geggjaðar myndir! :)

Unknown said...

Váa yndislegar myndir !! og lol á pulsubæinn hennar Heiðu :)

Anonymous said...

Gaman að fá að fylgjast með :) Svo kósý myndir! Gangi ykkur vel ;)

-Ingveldur

Hafdís said...

ÆÐISLEGAR myndir! Váaa.. gangi ykkur vel í nýju borginni og skólanum! ;)

Fylgist reglulega með blogginu svo gaman að lesa færslurnar þínar ;)

Valgerður said...

æj takk elskurnar! gaman að fá svona skemmtileg komment :)