Síðustu dagarnir okkar í Poulsbo voru virkilega næs, ég naut þess að vera í fríi áður en háskólabrjálæðið tók við. Við fórum í tilefni afmælis Jim til Bremerton sem er um hálftíma frá Poulsbo út að borða á sjávarréttaveitingastað við höfnina. Það var ótrúlega gaman, veðrið var yndislegt og við röltum um höfnina áður en við fórum inn í þriggja rétta veislu.
Útsýnið frá borðinu okkar á veitingastaðnum.
Ég og Aladene í heimabænum hennar.
Jim og Aladene, host-foreldrar mínir frá skiptinemaárinu mínu 2004-2005.
Skemmtilegt hús, bíll og tré í næstu götu við "okkar" í Poulsbo. Elska litinn á þessum bíl!
Fengum okkur lunch í húsbílnum og horfðum á úrslitakeppnina í körfubolta heima á meðan.. í gegnum skype!
Í bakgarðinum hjá Jim og Aladene í seinnipartssólinni.
Ljúfa líf!! :)
4 comments:
skemmtilegar myndir :) jim og aladene eru algjörar dúllur!
Æji þau eru svo mikil krútt þessi foreldrar þínir... og sammála með litinn á bílnum, trylltur!
sammála, þau eru yndi :)
Vá þau hafa bara ekkert breyst finnst mér, elsku dúllur!
Post a Comment