Þessi kaka kemst í topp 10 af óhollum kökum hjá mér.
Rrrrrosaleg!
Þeir sem þekkja mig vita að ég er svakaleg karamellustelpa og ég hef einu sinni áður gert svona brownies en þá var uppskriftin greinilega ekki nógu góð þar sem þessi er 100x betri.
Karamellu brownies
2,5 dl ósaltað smjör
5 dl (um 340g suðusúkkulaði)
3 dl sykur
4 egg
1 tsk vanilludropar
3 dl hveiti/heilhveiti
1/2 tsk salt
einn poki af pekanhnetum (150g held ég)
2,5 dl súkkulaðibitar
Karamellufylling
400 g ljósar karamellur (við notuðum vanillu fudge, fæst t.d. í nammibarnum í Bónus í Njarðvík en það er líka hægt að nota Freyjukaramellur)
smá mjólk (tæplega 1 dl)
Aðferð
Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti yfir vægum hita. Takið pottinn af pönnunni. Hrærið sykurinn, eggin og vanillu útí með písk. Blandið hveitinu og saltinu út í og hrærið með sleif.
Smyrjið skúffukökuform (þetta smellpassaði í formið sem þið sjáið á myndinni) með smjöri/olíu og hellið helminginn af deiginu í formið. Bakið við 180°í 20 mín.
Takið út að bökunartíma loknum og kælið kökuna í 20 mín eða leyfið henni að standa í lengri tíma.
Í biðinni er upplagt að rista aðeins hneturnar á pönnu.
Einnig er gott að útbúa karamellusósuna, einfaldlega hendið bara karamellunum í pott og bræðið þær saman yfir vægum hita og hellið smá mjólk út á í byrjun.
Þegar kakan er orðin nógu köld/volg, hellið helmingnum af hnetunum út í karamellusósuna og yfir kökuna. Setjið því næst restina af deiginu yfir og stráið svo restinni af pekanhnetum + súkkulaðibitunum yfir.
Bakið í 20 mín í viðbót.
Leyfið kökunni svo að standa í smá tíma svo að hún verði stinn eins og brúnkur eiga að vera.
(Ég átti svo fallegar og girnlegar myndir af kökunum sem Eyþór tók en hann henti þeim óvart! þannig að þetta verður að duga.. )