Wednesday, February 6, 2013

Eitt ár

Í lok janúar fögnuðum við fyrsta ári Þórbergs Erikssonar sem er lítill vinur okkar Eyþórs en foreldrar hans eru vinir okkar. 

Afmælisbarnið var ekki í pós stuði þegar mamma hans rétti honum ólífuolíusmjörið (nema þetta sé það nýjasta í barnapósum, hvað veit maður svosem.. :)
Drengurinn var alsæll að komast inn í skáp.  
Prinsinn umvafinn vinkonum.
 Ég spilaði afmælissönginn á harmonikku (eða ekki..en ég get oftast ekki staðist hljóðfæri, verð alltaf að prófa að glamra aðeins)
Þórbergur að skora fyrstu körfuna sína en við gáfum honum körfubolta og spjald (jebb ég veit, eðlileg gjöf fyrir 1árs barn..haha)

No comments: