Wednesday, February 13, 2013

Mánuður..

Í dag er akkúrat mánuður þangað til við Eyþór flytjum til næsta áfangastaðar okkar. 
Við munum eyða nokkrum mánuðum í einni af uppáhalds borgunum mínum; Seattle en þar mun önn númer tvö af mastersnáminu mínu fara fram. Ég er semsagt að fara stunda nám við University of Washington í eina önn og ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá er ég við það að pissa í mig úr spenningi! Frá því að ég var 17 ára skiptinemi í Poulsbo sem er lítill bær 45 mín (einni ferjuferð) frá Seattle hefur mig langað að stunda nám við UW og nú er komið að því :)
Háskóla campusinn er svo fallegur og veðrið á vorin/sumrin á þessum stað er fullkomið fyrir mig, ekki of heitt og voða lítið rok (fyrir utan "einstaka" rigningardaga..) Get ekki beðið eftir að deila með ykkur myndum frá borginni.

Eftir að hafa búið rétt hjá Seattle í eitt ár hef ég heimsótt fólkið mitt og borgina 3svar sinnum eftir að ég kom heim úr skiptináminu. Í nóvember 2011 kom Eyþór með mér og hann varð einnig yfir sig hrifinn af borginni og líka af litla bænum og fólkinu sem mér þykir svo vænt um. 
Ég setti inn myndir frá ferðinni okkar á facebook en það sakar ekki að deila þeim aftur hér er það? :) Hér eru nokkrar frá Seattle. 


Ég man enn fyrstu ferjuferðina mína. Aðkoman að borginni er svo falleg. Þennan dag var þó mikil þoka en útsýnið var samt flott.


Public Place Market (með hressu fiskisölunum sem henda fisknum á milli sín og syngja.. hafiði ekki heyrt um þá? :)


 Space Needle. Hef farið nokkrum sinnum upp í hana og finnst alltaf jafn gaman að athuga hvort fjallið sjáist (sjá mynd fyrir neðan - það sést bara visst marga daga á ári)
Mount Rainier sést hér til hægri.

Campusinn á University of Washington


Útsýnið frá Capitol Hill sem er eitt af uppáhalds hverfunum mínum í borginni.

Sjáumst eftir mánuð!

9 comments:

Ásdís said...

Spennandi Valgerður :) Það verður gaman að fylgjast með þessu ævintýri hjá ykkur. Mig dreymir um að komast á Vesturströnd BNA... einhvern daginn :)

hildur björk said...

sæt þarna á lokamyndinni. haha.. en af hverju sést fjallið bara nokkra daga á ári?

mig langar til seattle!

Valgerður said...

æj það þurfa að vera einhver sérstök veðurskilyrði til þess að það sjáist. Það er í raun mjög langt frá borginni og þess vegna sést það ekki alltaf.. veit þetta ekki alveg uppá hár ;)

Jebb, kíkiði í heimsókn!!

Unknown said...

Finnst þetta svo spennandi en langar ekkert að þú farir.! :)

ester said...

ókei þetta er svo spennandi að ÉG er að pissa í mig! University of Washington og vesturströndin og syngjandi fisksalar og allskonar! Ég á eftir að vera á refresh takkanum á blogginu þínu..

Valgerður said...

haha æj þið eruð yndislegar :)

reginadilja said...

Sæl Valgerður,

ég er nýbúin að uppgötva skemmtilega bloggið þitt og varð að setja komment við þessa færslu. Ég bjó í Seattle á meðan maðurinn minn stundaði mastersnám við UW og sakna þess mikið! Mér líst vel á að hafa Seattle blogg til að fylgjast með,vonandi verður þú dugleg að blogga þaðan. :)

Bestu kv.
Regína.

Valgerður said...

En gaman að heyra Regína, ég efast ekki um að við verðum dugleg með myndavélina ;)

Voruð þið kannski með blogg á meðan þið bjugguð úti? Ef það er eitthvað sem þú mælir með (eða ekki) þá máttu endilega senda á mig línu ef þú ert í stuði :)

Bergey said...

Hlakka til að fylgjast með :)) gangi þér súper vel !