Tuesday, February 26, 2013

Gamli bærinn minn

Fyrst ég er að fara út eftir akkúrat tvær vikur finnst mér upplagt að sýna ykkur nokkrar myndir frá bænum mínum í Washington fylki, Poulsbo. Þetta er lítill og fallegur bær sem fundinn var af Norðmönnum og má sjá skírskotun í Noreg (sérstaklega norska fánann) út um allt í miðbænum. Ég bjó semsagt í "Pálsbæ" sem mér finnst afar skemmtileg tilviljun :) Þarna eyddi ég einu skólaári í North Kitsap High School þegar ég var 17-18 ára og átti svo yndislega frábæran tíma hjá besta fólki sem hægt var að hugsa sér að lenda hjá. Myndirnar eru frá heimsókninni okkar Eyþórs í nóvember 2011.

Eyþór var yfir sig hrifinn af krúttlega bænum, hann sagði að þetta væri ekta svona lítill bær eins og í amerískum sjónvarpsþáttum (Dawson's creek t.d. ;)
Á röltinu niðri við Liberty Bay sem gatan mín liggur við og einnig aðalgata bæjarins í miðbænum.
..og hér hefur ljósmyndarinn snúið sér við og náð þessari fallegu mynd :)
Gamla húsið mitt. Ég var með heila hæð útaf fyrir mig, herbergið mitt var svona 30 fermetrar og ótrúlega kósý.
Niðri á höfn eru fullt af bátum.
Við götuna mína, Fjord Drive. Við vorum með útsýni yfir vatnið (sjóinn) og ef maður labbar út götuna þá er maður kominn niðrí miðbæ, að aðalgötu bæjarins; Front Street.
Það var akkúrat Holiday Fair í gamla skólanum mínum þegar við vorum í heimsókn þannig að Eyþór fékk að sjá skólann og ég nældi mér í karamellu cupcake...

3 comments:

Anonymous said...

Þrátt fyrir að ég sjái bara helminginn af þessari peysu sem þú ert í á síðustu myndinni er ég samt ekki smá skotin í henni:) hvar fékkstu hana?

kv Jovana

Valgerður said...

já hún er voða kósý.. og veistu, mig minnir að ég hafi fengið hana í Ross í Seattle ;)

reginadilja said...

En sætur bær. :)