Tuesday, February 19, 2013

Kúrbítsbrauð


Ég mundi rétt í þessu þegar ég er með kúrbítsbrauðið í ofninum að ég ætlaði að setja uppskriftina hingað inn. Ég hreinlega verð þar sem ég elska þetta brauð! Ég gerði það í janúar og án gríns, ég fékk mér 1-2 sneiðar á hverjum morgni í svona viku.. (sem er ólíkt mér þar sem ég fæ mér yfirleitt ekki það sama hvern einasta dag, oftast er það hafragrautur, búst, flatkökur, soðin egg, morgunkorn eða einhver blanda af þessu). Það er mjög þægilegt að skella þessu í sig þegar maður er á hraðferð á morgnana og ekki skemmir fyrir hvað brauðið er saðsamt. Einnig geymist það mjög vel sökum mikils vatnsmagns í kúrbítnum en ég geymdi það inni í ískáp síðast og það var mjög fínt. 
Brauðið er frekar blautt í sér en þannig finnst mér svona "sætari" brauð vera best. Sama finnst mér um bananabrauð, ég fíla engan vegin þurr brauð en uppáhalds bananabrauðsuppskriftina mína má finna hér.


Kúrbítsbrauð
uppskrift úr bókinni Hollt nesti heiman að

65g pekahnhetur/valhnetur saxaðar gróft
185 dl olía
1 tsk vanilludropar
1 dl hunang
3 egg
140g gróft spelt
140g fínt spelt (ég átti bara heilhveiti og notaði því 280g af því)
1/2 tsk matarsódi
1 og 1/2 tsk lyftiduft
1/2-1 tsk kanill (ég set að sjálfsögðu alltaf meira en stendur :)
350g kúrbítur rifinn
2 og 1/2 tsk sítrónubörkur
dass af salti

Léttristið hneturnar á pönnu. Hrærið olíu, hunangi og vanillu vel saman (ég notaði handpísk) og bætið við eggjum, einu og einu í einu þangað til blandan verður létt og ljós. Blandið saman þurrefnum í annarri skál og hellið svo yfir í blautefnaskálina. Rífið kúrbítinn niður í strimla með rifjárni og blandið saman við með sleif ásamt örlitlu salti, sítrónuberki og söxuðum hnetum. Veltið þangað til allt hefur blandast vel saman.

Hellið í brauðform (ef þið eigið ekki sílíkonform myndi ég mæla með að setja smjörpappír í formið áður) og bakið í um eina klst. við 180°. Ég sting alltaf tannstöngli í miðjuna til þess að athuga hvort deigið festist við, þið munið að ofnar eru mismunandi...

4 comments:

EddaRósSkúla said...

Mmmm, must try!

hildur björk said...

ohh ég vildi að ég myndi nenna að baka stundum. ekkert smá girnilegt! haha

Anonymous said...

Þetta lítur fáránlega vel út hjá þér... þessa uppskrift verð ég að prófa!

Hvernig olíu ertu að nota, er einhver ein betri/hollari en önnur ?

Valgerður said...

Já þetta er ótrúlega bragðgott, soldið blautt að innan bara svo að það komi ekki á óvart ef þið prófið uppskriftina :)

Í rauninni nota ég bara þá olíu sem ég á hverju sinni, oftast ólífuolíu en af og til líka kókosolíu. Þar sem ég bý erlendis og tímabundið hjá fjölskyldunni þegar ég er heima á Íslandi þá á ég mér enga uppáhalds olíu sem ég nota alltaf..