Thursday, March 14, 2013

Komin á áfangastað

Þá erum við komin til Poulsbo og rosalega er ég sátt við að hafa tekið þessa ákvörðun, að fara út tveimur vikum áður en skólinn byrjar til þess að slaka á hjá Jim&Aladene. Þó að það sé afar rigningarlegt úti og á að vera það næstu daga þá erum við ótrúlega ánægð að vera komin og sólin lét meira að segja sjá sig áðan þegar við röltum niðrí bæ til að fá okkur kaffi og kíkja í thrift shops (ef einhver veit íslenskt orð yfir slíkar búðir, plz holla! eins og maður segir á góðri íslensku...).

Við lofum að byrja að nota myndavélina á næstu dögum en ég hendi nokkrum símamyndum inn á meðan..



Fengum upgrade hjá IcelandAir (takk þú veist hver þú ert!!) og það var algjörlega nostrað við okkur, við reyndum að torga öllu þessu kampavíni en það var bara ógerlegt ... ;)
Grænland?
Rigningarborgin mikla.
 Við náðum í pizzu á Westside Pizza á leiðinni heim frá flugvellinum og horfðum svo á körfuboltaleik þar sem tvö lið frá Washington fylki voru að keppa (m.a. mitt verðandi skólalið - University of Washington Huskies)
Írskur morgunmatur (amma og afi Jims voru írskir innflytjendur) en ég þyrfti að halda áfram að taka myndir af morgunmatnum sem þau gera, það er svo mikill metnaður að hálfa væri nóg. Í morgun var egg, beikon, steiktar kartöflur með lauk og ristað brauð. 

Í kvöld erum við að spá í að kíkja í Wal Mart að skoða fólkið (ok kannski að kaupa nokkra hluti sem vantar...)

7 comments:

Ásdís said...

Jei! Verður gaman að fylgjast með ykkur í USA :)

Kveðja,
Ásdís

Anonymous said...

Gott að heyra bið að heilsa Jim og Aladine :))
skype deit soon ??
love
mamma

Sólveig said...

Góða skemmtun þarna úti! :)

Valgerður said...

takk fyrir það :)

Ester said...

En skemmtilegt og spennandi!

Heiða said...

Gaman gaman!

eva said...

Gangi ykkur vel úti! Verður gaman að fylgjast með :)