Monday, March 18, 2013

Port Townsend

Okkur Eyþór langaði að fara í stutta dagsferð fyrst við höfum aðgang að bíl hérna í Poulsbo og Jim&Aladene mældu með því að fara yfir í Jefferson County og skoða skemmtilegan smábæ, Port Townsend. Það eru um 9000 manns sem búa í bænum en miðbærinn gefur til kynna að þarna búi mun fleiri þar sem bærinn átti upphaflega að vera aðal hafnarborgin áður en Seattle var byggð. Mikið er um "háhýsi" (svona miðað við að þetta er smábær..) í miðbænum og svo eru húsin í bænum ansi skrautleg. Við rúntuðum soldið um bæinn og hvert einasta hús var svo einstakt, undarleg í laginu og málað í alls konar litum. 

Við keyrðum lengri leiðina að bænum og keyrðum því í gegnum nokkra ennþá minni bæi, einn ríkra manna bæ, Port Ludlow og svo einn algjöran hillbilly bæ, Port Hadlock sem hafði þó sinn sjarma eins og þið sjáið á næstu myndum. 
Í Port Ludlow eiga allir bát..
Það fyrsta sem við sáum af Port Hadlock.
 Hinu megin við götuna var "The Big Pig Thrift Store." Hún var ansi skrautleg.
 "Burger's landing." Það var aðeins hægt að sitja úti og þennan dag var kuldaskræfunni mér frekar kalt enda búin að vera með kvef, þaning að við ákváðum að leita að betri hamborgarastað. Sem við fundum svo í Port Townsend (sýni ykkur myndir frá þeim skemmtilega stað seinna).
Í Port Townsend eru fullt af second hand búðum.
Svona 5 mín eftir að Eyþór tók þessa mynd, labbaði maðurinn á myndinni upp að okkur inni á veitingastaðnum sem við vorum á og gaf okkur nafnspjaldið sitt og vildi endilega fá myndina senda. Þau hjónin voru víst að byrja með einhvers konar heimsendingarfyrirtæki.
 Skemmtilegur stíll, pínulítið öðruvísi en norski Poulsbo.. :)


 Ferjan að sigla í gegn.
Konan í Castaways var voða hress og sagði dóttur sína hafa gert fyrirlestur um Ísland í high school, hún  sagðist nú ekki vilja pósa en konan til hægri á myndinni sannfærði hana um að þetta myndi nú ekkert birtast neins staðar... úps :)

5 comments:

Anonymous said...

http://www.youtube.com/watch?v=Kvw8A9oCxgM
Myndband frá bænum.

hildur björk said...

haha vá skemmtilegar myndir :) mjög steikt margt þarna! en flugvéla veitingastaðurinn stendur klárlega upp úr haha

Valgerður said...

já skemmtilegt vídjó, anonymous?

ég veit, þetta var mega steikt þarna í hillbilly bænum, en gaman að sjá þó :)

Anonymous said...

skemmtilegar myndir og líka í blogginu fyrir ofan :)

en vá, mig langar að gramsa í þessum fötum í thrift shopunum!!!

kv, Sæunn

Valgerður said...

ójá þú myndir sko fíla þetta.. við hlökkum til að komast í thrift búðirnar í Seattle :)