Ég er að nýta þessa síðustu viku áður en skólinn byrjar til þess að sortera myndirnar okkar, flokka eftir árum og setja á harðan disk. Ég rakst á þessar myndir frá Rómversku böðunum í Bath þar sem við bjuggum síðasta haust og ég varð nú að setja myndir hingað inn af aðal túristastað borgarinnar (og meirasegja í öllu Suð-vestur Englandi). Þetta var yndislegur dagur í lok nóvember og það var nýbúið að setja upp jólamarkaðinn beint fyrir neðan böðin. Ég man vel eftir yndislega ilmnum af ristuðu hnetunum og jólalögunum sem bárust okkur yfir steinvegginn.
Ég nenni ekki að fara yfir sögu staðarins, áhugasamir geta lesið hér. En í stuttu máli þá er þetta eini staðurinn í Bretlandi þar sem heitt vatn kemur upp úr jörðinni.
Í boði var að hlusta á sögu staðarins í gegnum þetta tól. Eins og sést var fólk að nýta sér það.
2 comments:
Bláa Lón Englands? hoho
ja nema að vatnið er sjóðandi heitt og það má alls ekki snerta það!
Post a Comment