Saturday, April 27, 2013

Leavenworth, WA

Það var virkilega gaman að keyra alla leiðina til Leavenworth, sérstaklega þegar endastöðin var svona falleg eins og bærinn reyndist vera. Við fengum æðislegt veður, það var enn snjór í fjöllunum og meirasegja sást í snjó víðs vegar um bæinn. En samt 20 stiga hiti og sól :)

Við röltum um miðbæinn, þar eru endalaust af túristabúðum og svo inná milli eru þýskar krár þar sem hægt er að fá sér bjór, bratwurst, saltkringlur og þar fram eftir götunum. Við sátum úti og sötruðum heimabruggaðan bjór (ok ég fékk mér hvítvín..) en í Leavenworth er stór bruggverksmiðja sem er með stóran bar á efri hæðinni. 

Um kvöldið fórum við svo út að borða og fengum okkur nokkra kokteila áður en við rákumst á karokíbar sem við að sjálfsögðu urðum að kíkja á. Hann var fullur af rednecks sem tóku hvert country lagið af fætur öðru. Við gátum ekki setið á okkur og tókum gamalt og gott rapplag sem liðið var svosem bara ágætlega sátt með ;) 
Saltwater taffy - bestu karamellur ever, svo mjúkar og alls konar bragðtegundir í boði.
Meirasegja McDonalds þarf að vera í þýskum stíl í Leavenworth.
Í Leavenworth leika krakkarnir sér bara eins og Emil í Kattholti.. að tálga spítur er mjög vinsælt.
Mjög skringilega útlítandi sum húsin.
Myndaflipp á fallega hótelherberginu okkar áður en við kíktum út um kvöldið.
Ég fann Kevin í Leavenworth!!
Gott pós?

1 comment:

Tinna said...

Vá æðislegur bær.. Greinilega svakalegt stuð alltaf hjá ykkur hjúum :)