Stutt færsla á afmælisdaginn (takk fyrir kveðjurnar elsku vinir!) - ég er á leiðinni í nudd og útað borða í kvöld, hlakka mjög mikið til að taka mér einn eftirmiðdag í frí frá lærdómi.
Pike Place Market er einn vinsælasti túristastaðurinn hér í borginni, skemmtilegur úti - og inni markaður með alls konar búðum og fullt af ferskum mat. Þessi tyggjóveggur er rétt fyrir neðan markaðinn og hefur líka mikið túristaaðdráttarafl. Ég hef þó komist að því að heimamenn vita margir ekkert um tilvist tyggjóveggjarins, t.d. hafði ég búið hérna í ár og heimsótt borgina margoft en hafði ekki hugmynd um vegginn fyrr en Edda Rós vinkona mín heimsótti borgina í fyrra!
Allavega, húsið var áður fyrr leikhús og fastagestir leikhússins festu tyggjó á vegginn af einhverjum ástæðum. Þetta var farið að aukast svo mikið að hreingerningarfólkið hreinlega gafst upp á að þrífa vegginn. Eitt leiddi af öðru og í dag er þetta stór veggur sem er þakinn tyggjói í öllum litum.
4 comments:
Þessi veggur er mesti viðbjóður en samt er nú eitthvað pínu merkilegt/töff við hann.
Njóttu afmælisdagsins sæta dama!! :)
Uppáhaldsveggurinn minn:)
haha oj!
hahaha já sumum finnst þetta örugglega viðbjóður, sérstaklega fólki frá Singapore þar sem tyggigúmmí er ÓLÖGLEGT!
en takk Helga Maren ;)
Post a Comment