Saturday, April 13, 2013

University of Washington campus


Hér er ég búin að vera síðustu daga.. ligg undir þessum fallegu cherry blossoms og nýt sólarinnar í botn með grein um bandaríska hæstaréttinn í einni og hvítvín í hinni.
Djók.. 
Það er búið að rigna á hverjum einasta degi síðan um páskana (páskahelgin var æði, 20 stiga hiti og sól)   og núna eru trén ekki alveg jafn falleg, líftími þeirra er greinilega stuttur. Og ég er búin að vera inni á bókasafni að læra læra læra. Það er ekkert grín að vera í mastersnámi þar sem önnin er 2 og hálfur mánuður! Ágætlega mikið að gera á þessum stutta tíma. En við náum þó að sjálfsögðu að njóta líka, og ég er með fullt af myndum sem fara hér inn á næstunni.

Eyþór kíkti með mér upp í skóla þennan dag á meðan veðrið var ennþá gott og tók nokkrar myndir á meðan fallegu trén voru enn í blóma.

 Suzallo library. Verð að sýna ykkur myndir frá aðal lesrýminu, það er ótrúlega fallegt.
Fólk af asískum uppruna er í miklum meirihluta hér á campus, bæði sem nemdur og ferðamenn.
Hér erum við komin á "The Ave" eða University Way en það er gata við hliðina á háskólasvæðinu þar sem stúdentarnir hanga, mjög mikið af veitingastöðum, kaffihúsum og búðum.
Við fengum okkur japanskt að borða í Bento boxi.

4 comments:

Tinna said...

Váá ótrúlega fallegt,, elska þessi tré! Greinilega æðislegt hjá ykkur :)

Kristín said...

Ævintýraland alveg eins og ævintýraland ;) njótu þess út í yrstu æsar ;)

Heiða said...

Fallegt!

EddaRósSkúla said...

Vá ekkert smá flottar myndir elsku grilla! Langar svo að kíkja.