... fórum við í götupartý í uppáhaldsgötunni okkar í Reykjavík, fengum ókeypis möffins, skoðuðum notuð föt og plötur til sölu og hlustuðum á söng kallakórs. 
Eyþór keypti sér skó fyrir smá pening + nokkra bjórmiða á Faktorý (maður reddar sér...). 
Síðasta myndin var svo tekin af starfsmanni bandaríska sendiráðsins sem vildi fá sparibrosið þegar við röltum í gegnum bakgarð sendiherrans eftir að hafa labbað í gegnum mjög svo amerískt innréttað heimili hans þó með nokkrum frávikum sem voru listaverk frá Guatemala þaðan sem sendiherrann er ættaður.
 
1 comment:
Ég sé Þórhall hennar Berglindar vinkonu syngja í KK þarna á svölunum :-)
Post a Comment