Sunday, February 12, 2012

Einn dag í Austur Evrópu

Ég þrái að ferðast meira um Austur Evrópu, og þá sérstaklega fyrrum Sovétríkin. Mig langar helst til Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands en ég hugsa að fyrstu áfangastaðirnir verði Moskva og St.Pétursborg... hvenær sem það verður (Eyþór hefur engan áhuga á að fara með mér til þessara landa).

Fljótlega eftir að við fluttum til Vínar tókum við lestina yfir til Bratislava sem er höfuðborg Slóvakíu og eyddum þar einum degi en ég hef farið alls 3x í dagsferðir til þessarar litlu borgar. Það var fallegur haustdagur og við röltum um gamla bæinn, borðuðum hádegismat á veitingastað við hliðina á kastalanum sem gnæfði yfir borgina. Það var svakalegt útsýni og það var vel við hæfi að fá sér eins og eitt hvítvínsglas með matnum til þess að njóta augnabliksins.
Við hugsum alltaf með hlýju til þessa dags og krúttlegu borgarinnar en dagsferð er þó alveg nóg til þess að njóta þess sem Bratislava hefur upp á að bjóða.

2 comments:

Jenni Austria Germany said...

i love bratislava! and only 50 km from wien, it's the perfect trip!

Valgerður said...

exactly! it's kind of the best thing about living in Central Europe.. to be able to travel to so many places in just a few hours (you would know nothing about that ha... ;)