Monday, February 13, 2012
Hnetusmjörsstykki með rice crispies
Ég elska alls konar rice crispie treats (stykki?). Karamellu eru best, súkkulaði klassísk, döðlustykkin með súkkulaði eru ótrúlega góð líka og svo eru nokkrar útgáfur af hnetusmjörsstykkjum sem eru virkilega góðar þrátt fyrir að ég sé ekki mikil hnetusmjörskelling.
Þessi stykki gerði ég þegar ég fékk íslenska gesti í sunnudagskaffi úti í Vín. Ég var búin að gleyma þeim og hef ekkert gert þau síðan þá en mmm...þau voru æði!
Hnetusmjörsstykki með rice crispies
(man ekki hvar ég fann upprunalegu uppskriftina)
0,65 dl smjör
285g marshmallows
2 dl hnetusmjör (má vera meira)
u.þ.b. 1,5 dl suðusúkkulaði/rjómasúkkulaði (einnig algjört smekksatriði hvað þið viljið hafa mikið súkkulaði ofan á)
slatti af rice crispies (það er erfitt að gefa upp nákvæmt magn þar sem það er smekksatriði hversu djúsí fólk vill hafa þetta)
Aðferð
Bræðið smjörið í potti. Skellið marshmallows út í og bræðið þá þangað til þetta er orðið að hvítri "leðju".
Setjið rice crispies útí - ég byrja alltaf á að hella smá, svo meira..svo meira.. þið skiljið þetta. Maður reynir að nota sem mest af rice crispies án þess þó að það verði of mikið og þurrt. Maður vill líka hafa þetta vel klístrað og djúsí :)
Hellið blöndunni í smurt kassalaga form. Setjið inn í ísskáp í svona hálftíma-klst. Á meðan er fínt að bræða súkkulaðið í potti yfir vægum hita. Takið út úr ísskápnum og smyrjið botninn með hnetusmjöri. Hellið því næst súkkulaðinu yfir og skellið aftur í ísskápinn þangað til súkkulaðið harðnar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
i translated your blog to english with the google translator app. :)
these look SO GOOD.
heey, how fun to hear from you Jenni! I've been reading your blog since I was living in Vienna and I could relate to so many things you were describing as a foreigner in Austria/Germany. I especially loved reading about your time in Vienna, seems like you were living the good life (working for the American embassy..living in different houses in different Bezirks :)
I had another blog when I lived in Wien, you can check it out here if you want
http://vinarvalgs.blogspot.com/
Anyways, lots of "get better" wishes from Iceland... wish I could send you a batch of these Peanut Butter rice crispe bars to Oklahoma ;)
Bíddu bíddu!? Marshmallows? Smjör? Hvar er speltið?? Hehehe...
heeey ég baka ekki næstum því alltaf eitthvað í hollari kantinum! oft er þetta algjört rusl.. en það má líka ;)
Hehe ;)
Mmmmmmmmmmm
Post a Comment