Friday, February 3, 2012

Nýr vinur og karamellu - & jarðaberjasjeikur

Vikan var góð.
Ég fór í sund í uppáhalds lauginni minni (Keflavíkurlaug að sjálfsögðu) eftir langa sundpásu og það var verulega hressandi þrátt fyrir mikinn fjölda fólks kl. 8 um kvöld (?).
Við Elín Inga héldum í okkar hefð og fórum á mynd saman á frönsku kvikmyndahátíðinni. Hún er svaka dugleg og fer eiginlega á hverja einustu kvikmyndahátíð í borginni og ég reyni alltaf að kíkja á eina mynd með henni. 
Tveggja tíma körfuboltaæfingin var ógeðslega skemmtileg og Njarðvík-KR var ágætis skemmtun.
Í kvöld ætlum við Edda Rós að spreyta okkur í eldhúsinu og er ég sjúklega spennt að prófa tvær nýjar uppskriftir en á matseðlinum eru fylltar kjúllabringur og karamellu-brownies.

Hápunktur vikunnar var þó að hitta nýjan vin sem er vikugamall í dag. Litli anginn var svo fallegur og friðsæll, ég réð ekkert við mig og kyssti og þefaði af honum við hvert tækifæri.


Á öðrum nótum, hafiði smakkað karamellu - & jarðaberjasjeik? 
Þá blöndu hafði mér aldrei dottið í hug að smakka áður en ég kynntist Eyþóri en hann kynnti mig fyrir þessari eðal sjeikblöndu sem er uppáhaldið hans.
Við prófuðum að gera heimalagaðan sjeik og heppnaðist hann bara nokkuð vel hjá stráknum.






Mæli með að þið prófið, þetta er ótrúlega gott!

Við settum bara vanilluís, fersk jarðaber og karamellusósu í blenderinn.

2 comments:

Anonymous said...

mmm láttu strákinn bjóða okkur í svona.

Sæunn Sæm

Valgerður said...

já ég kannski leyfi honum að gera eftirréttinn svona einu sinni ;)