Monday, February 27, 2012

og svo..


..kíktum við líka á fatamarkað fyrir utan Faktorý þar sem ég sá eina bláklædda gullstelpu með eldrautt hár og hitti eina af mínum uppáhalds sem er núna á flakki um S-Ameríku.
Tveir skemmtikraftar voru svo alklæddir í fjólublátt sem er vel að mínu skapi.
Við hittum sæta fjölskyldu í Ráðhúsinu þar sem systraborgasambandi Reykjavíkur og Seattle var fagnað með indjánasöngvum eins af ættbálkum Washinton fylkis sem kom til landsins í þeim tilgangi.
Bílnum var svo lagt (ólöglega) á Sæbrautinni í nokkrar mínútur á meðan við stukkum út og smelltum myndum af flugeldasýningunni sem er að margra mati hápunktur Menningarnætur.

2 comments:

Karen Lind said...

Ofsalega langar mig í sumarið við að sjá þessar myndir!

Þið takið svo skemmtilegar myndir :-) Ég skoða alltaf.

Valgerður said...

já einmitt, ég varð sumarsjúk þegar ég var að renna í gegnum þessar myndir og varð að pósta þeim..

Takk fyrir það væna mín ;)