Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti var haldin hátíðlega á Íslandi síðustu viku og þess vegna hefur lítið heyrst frá mér hér - þar sem við erum aðal skipuleggjendur vikunnar er búið að vera brjálað að gera í vinnunni.
Vikan endaði á hádegistónleikum í HÍ og í vitundarvakningu í Smáralind og það var ekkert smá gaman á föstudaginn, þó það hafi verið pínu stress að allt myndi ganga upp.
Retro Stefson voru æði eins og alltaf og leikskólabörn gerðu sér ferð uppí háskóla til að dilla sér með þeim á fremsta bekk.
Um hundrað ungmenni komu svo saman í Smáralind til að dreifa bæklingum um kynþáttafordóma og því fylgdi mikið húllumhæ..
Það verður aftur rólegt á blogginu þessa vikuna þar sem ég er á leiðinni til Brussel eftir tvo daga. Ætla að reyna taka skemmtilegar myndir þar á þeim nokkrum klukkutímum sem ég fæ í frí frá fyrirlestrum.
2 comments:
Það gengur nú flest allt upp þegar þú átt í hlut grilla mín!
p.s. elska Retro stemninguna!
æj já þetta gengur oftast upp á endanum þó maður haldi annað í skipulagningunni :)
oo já við hefðum sko fílað okkur þarna, hefðum skellt okkur uppá næsta stól!
Post a Comment