Friday, March 16, 2012

Sunnudagseftirmiðdegi..


..eru svo notaleg.

Litla bróður* langaði að elda og baka með mér og úr varð gómsætt kjúklingapasta með ostasósu og Rolo-muffins.

Það er soldið þægilegt að geta af og til nýtt sér stóra eldhúsið hennar mömmu með öllum tækjunum sem hún á. Ég hef oftast átt lítil eldhús en í Vínarborginni var eldhúsið nokkuð rúmgott í sérherbergi í enda íbúðarinnar. Nú til dags er orðið svo vinsælt að fólk vilji hafa opin eldhús en í gömlum íbúðum í Mið-Evrópu er mikið um niðurhólfaðar íbúðir. Mér fannst það snilld þar sem ég gat lokað af mér, stillt austurríska útvarpið á hæsta og dundað mér þar inni án þess að trufla einn né neinn. 
Eldamennska og bakstur hefur svo róandi áhrif á mig, mér finnst fátt jafn notalegt og að dunda mér í eldhúsinu.

* sjáiði hvað hann er fínn í svuntunni sem hann saumaði sjálfur!
(stóra systir ekki alveg jafn fersk - maður nýtir sér það sko á eina degi vikunnar sem maður slappar af að mála sig ekki!)

No comments: