Saturday, March 3, 2012

Lemon/PoppySeed Muffins


Í Ameríku kynntist ég samsetningunni lemon+poppy seed. Þá var ég reyndar ekki orðin nógu (matar)þroskuð til þess að kunna meta svona bakkelsi en núna er ég aldeilis hrifin. Þetta eru semsagt sítrónumúffur með birkifræjum (valmúafræjum). Þær eru glútenlausar þar sem ég notaði kókoshnetuhveiti sem er ansi gott! Það keypti ég í Kosti í Kópavogi en þar er mikið úrval af glútenlausu mjöli.

Glútenlausar sítrónumúffur með birkifræjum
Uppskrift frá Comfy Belly

1,25 dl kókoshveiti (coconut flour)
1/2 tsk salt
1/4 tsk matarsódi
4 egg
0,8 dl kókosolía
1 dl hunang
1 msk vanilludropar
1 msk birki/valmúafræ
1 msk rifinn sítrónubörkur (u.þ.b. af einni sítrónu)

Blandið saman þurrefnum í matvinnsluvélaskál með gaffli/sleif. Setjið egg og hunang út í og setjið vélina (má líka vera hrærivél) í gang, blandið vel. Næst fer vanilla og fræ út í og svo ríf ég börkinn beint út í skálina. Mixið aftur..
Setjið í form og inn í ofn.
Bakið við 180°í um 12 mín (þangað til tannstöngull kemur hreinn út ef maður stingur honum í kökurnar)

Kókoshnetuhveiti er rosalega gott á bragðið en frekar sérstök áferðin. Mæli með að þið prófið! Það eru helling af uppskriftum til á veraldarvefnum með kókoshnetuhveiti. Það góða við það er að maður þarf svo lítið af mjöli en hins vegar fleiri egg (sem eru holl, ég elska egg!).

Kremið sem ég gerði er bara úr kókosmjólk og kreistri sítrónu! Ótrúlega einfalt og ferskt. 
Segi ykkur seinna frá leyndarmálinu hvernig hægt er að gera krem úr kókosmjólk og meirasegja þykkt (ég hefði geta gert það þykkara en þetta). Gerði súkkulaðimús úr kókosmjólk um daginn sem var rosa góð, set uppskrift inn bráðum :)

No comments: