Friday, March 9, 2012

Fyllt paprika með bulgur


Hafið þið smakkað bulgur?
Þær eru ótrúlega góðar og einfaldar að elda.
Þetta er svona mitt á milli kúskús og hrísgrjóna en stútfullt af góðri næringu.
Bulgur eru þekktar í Mið-Austurlöndum en eru að skapa sér vinsælda hér á landi miðað við úrval og uppskriftir á netinu allavega..
Bulgur eru trefjaríkar, próteinríkar og heldur kaloríusnauðar miðað við t.d. hrísgrjón.
Ef þið hafið áhuga á að lesa meira um þessa snilld, gjörið svo vel.

Eldunaraðferðin er mér að skapi, ég setti 2 dl af bulgur (ég keypti brúnar en ekki  hvítar) í skál, sauð vatn í vatnshitara en setti einn grænmetis - og einn kjúklingatening útí vatnshitarann áður. Síðan hellir maður 4 dl af vatninu út á og hylur þetta með álpappír. Það tekur bulgur um 20 mín að vera tilbúnar. Algjör snilld þar sem maður þarf ekkert að fylgjast með hvort þetta sé að brenna við eða ofsjóðast..

Ég hef gert bulgur á tvennan hátt og ætla að deila með ykkur gumsi sem ég bjó til. Ég hef semsagt gert tvær fyllingar í papriku og grillað hana svo.
Það er vel hægt að nota þetta sem meðlæti eða aðalrétt og þá er þetta svipað og t.d. risotto.

Fylling 1:
2 skallottulaukar
4 hvítlauksrif
- þeta steikt á pönnu og kryddað með cumin, salti og pipar.
Smátt skornum sveppum bætt við á pönnuna og steikið þá (magnið var kannski 3/4 af sveppakassa)
Þessu blanda ég svo við bulgurnar þegar þær eru tilbúnar og svo setti ég valhnetur út á í lokin sem mér fannst algjört must.

Fylling 2:
2 skallotulaukar
4 hvítlauksrif
- þetta steikt á pönnu og kryddað með karrí, basil, salti og pipar.
hálf sæt kartafla, skorið í litla teninga
2 tómatar, saxaðir
handfylli af ristuðum furuhnetum
- þessu er svo bætt við á pönnuna og kryddað smá meira með basil. 
Svo er þessu blandað við bulgurnar og troðið inn í eins og eina fallega rauða papriku sem búið er að skera "lokið" af.

Paprikan er sett inn í ofn og elduð í um 40 mínútur, mér finnst gott að hafa hana vel mjúka.
Annars væri örugglega gott að sleppa því að elda hana og hafa hana bara ferska.

P.s. eruði að grínast hvað skallottulaukur er góður!? Keypti hann í fyrsta skipti um daginn og hann er ótrúlega bragðgóður! Mæli með að þið prófið :)

2 comments:

Anonymous said...

Rosalega er tetta girnilegt, mamma eldadi einmitt svipadan rett stundum tegar eg bjo heima. Ta setti hun einmitt hakk og gular baunir saman i svona halfa papriku og inni ofn. Med tessu var oftast kartoflumus rosalega gott! Eg er ekki fra tvi ad tessi rettur er fra gomlu Jugoslaviu eda einhver stadar i nagrenni:)

Gaman ad skoda siduna tina, bestu kvedjur

Jovana

Valgerður said...

Já er það, en gaman :)
fylltar paprikur eru svo skemmtilega öðruvísi réttur.

Gaman að heyra frá þér Jovana.. þú lætur mig vita ef mamma þín og pabbi langar að taka mig í sögustund einhvern tímann, ég er mjög áhugasöm um sögu Balkansskagans :)