Þar sem þetta blogg var ekki orðið til í fyrra og þar sem ég á enn fullt af fallegum myndum í tölvunni sem húka bara þar og hafa heldur ekki farið á facebook margar hverjar, þá langar mig að rifja aðeins upp sumarið 2011 og deila með ykkur myndum.
Þessar eru teknar við sólsetur á Súgandisey í Stykkishólmi en við eyddum þar nokkrum dögum í ágúst í fyrra með móðurfjölskyldunni minni.
Afi minn ólst upp fyrstu árin sín í þessu bárujárnshúsi alveg niður við sjó. Frændi hans á nú húsið og hefur verið að gera það upp. Fjölskyldan fékk að gista þar en við Eyþór og Páll Orri gistum í hjólhýsinu sem sést þarna á myndinni.
Stykkishólmur er að mínu mati eitt fallegasta bæjarstæði á landinu. Ég er rosalega hrifin af Snæfellsnesinu yfir höfuð en við fórum þangað í nokkra daga í fyrrasumar og einnig sumarið 2009. Þetta sumarið ætlum við þó að sleppa ferð á Snæfellsnesið en ferðast frekar um Suður, Austur og Norðurland.