Wednesday, June 27, 2012

Upprifjun sumarið 2011 - Súgandisey

Þar sem þetta blogg var ekki orðið til í fyrra og þar sem ég á enn fullt af fallegum myndum í tölvunni sem húka bara þar og hafa heldur ekki farið á facebook margar hverjar, þá langar mig að rifja aðeins upp sumarið 2011 og deila með ykkur myndum. 

Þessar eru teknar við sólsetur á Súgandisey í Stykkishólmi en við eyddum þar nokkrum dögum í ágúst í fyrra með móðurfjölskyldunni minni. 

Afi minn ólst upp fyrstu árin sín í þessu bárujárnshúsi alveg niður við sjó. Frændi hans á nú húsið og hefur verið að gera það upp. Fjölskyldan fékk að gista þar en við Eyþór og Páll Orri gistum í hjólhýsinu sem sést þarna á myndinni.


Stykkishólmur er að mínu mati eitt fallegasta bæjarstæði á landinu. Ég er rosalega hrifin af Snæfellsnesinu yfir höfuð en við fórum þangað í nokkra daga í fyrrasumar og einnig sumarið 2009. Þetta sumarið ætlum við þó að sleppa ferð á Snæfellsnesið en ferðast frekar um Suður, Austur og Norðurland. 

Monday, June 25, 2012

Hollt súkkulaðikonfekt



Sorrý með mig, en það er verið að njóta sumarsins stutta sem við höfum á Íslandi. Ég var á fullu í síðustu viku að skipuleggja hina árlegu óvissu-árshátíð fyrir háskólavinkonurnar sem við héldum hátíðlega um helgina. Við skemmtum okkur konunglega á Suðurlandi í stuttbuxnaveðri og ég ætla að stela myndum frá stelpunum ef þær reynast birtingarhæfar..


En annars er hér enn ein uppskriftin af hollum bitum. Þetta er aðeins meira djúsí uppskrift heldur en hinir döðlubitarnir sem ég hef sett hingað inn þar sem í þessari uppskrift er bæði kókosolía og smávegis sýróp. Ég veit ekki hversu margar svona svipaðar uppskriftir ég hef prófað en þessi finnst mér æði, kokosolían gerir mikið fyrir þessa bita en í upprunalegu uppskriftinni (sem ég sá á facebook síðu Heilsuhússins) er þó óþarflega mikið af olíu og of lítið af döðlum þannig að ég breytti uppskriftinni aðeins.


Súkkulaðikonfekt
um 20 döðlur - saxaðar (ég klippi þær með skærum, hverja döðlu í svona 3-4 bita)
4 msk kakó
3-4 msk kókosolía (um að gera að prófa 3 en bæta við ef þetta er ekki nógu blautt - í upprunalegu uppskriftinni voru 6 msk og mér fannst deigið aaaallt of olíukennt)
4 msk hnetusmjör
2 msk sýróp
1 tsk vanilludropar
ögn af salti


Allt mixað saman í matvinnsluvél. Uppskriftin er heldur lítil þannig að ég setti hana bara beint í kassalaga nestisbox og svo inní frysti. Hún þarf að vera þar í amk. 30 mín en eftir að maður tekur bitana úr frystinum tekur þá enga stund að þiðna.

Wednesday, June 20, 2012

Útsýnisflug

Hildur systir tók mig í útsýnisflug um Reykjavík og það var ansi magnað að skoða borgina svona nálægt úr loftinu. 
Nýútskrifaði atvinnuflugmaðurinn (bóklega) að passa að allt sé í lagi fyrir flugtak.
Innri Njarðvík
Keilir
Regnbogi og skúrir
Sovétblokkir?
Fallegt útsýni yfir borgina og Esjuna.
Skemmtilegt að skoða mismunandi byggingarstíl eftir hverfum.
Hestatjill
Hallgrímskirkjan í móðu
Sprengjuskýli á Patterson


Næst á dagskrá er annað hvort Ísafjörður eða Vestmannaeyjar!

Monday, June 18, 2012

Random símamyndir

Smá hrúga af símamyndum þar sem ég er búin að vera of löt að lóda inn myndum úr myndavélinni okkar.

Í vinnupásum fæ ég mér stundum göngutúr um hverfið enda er þetta eitt af mínum uppáhalds hverfum í Reykjavík.
Þessi kall fannst mér skemmtilegur en hann má finna hjá Garðskagavita.
Ef ég ætti ekki fondúsett nú þegar þá hefði ég viljað kaupa þennan fína 70's fondúpott í ABC Nytjamarkaðnum.
Amma og afi tóku fram myndaalbúm í einni heimsókninni. Ég og mamma '87.
Síðustu leifar af gamla Njarðvíkur fótboltavellinum.
Það er alltaf berjaveisla hjá afa. Við systkinin fáum annaðhvort brætt súkkulaði með eða gervirjóma.
Í þessari vinnupásu rölti ég niður götuna og þar tóku hundruðir sjómanna á móti mér.
Við tengdó bökuðum 50 stk af cupcakes fyrir eina 9 ára afmælisstelpu.
Við höfum ekkert geymslupláss í litlu íbúðinni fyrir allar þessar myndavélar sem við eigum (lúxusvandamál)
Ég var kaddý fyrir litla bróður á unglingagolfmóti á laugardaginn. Eyddi 7 tímum í Grindavík þann daginn, þurftum að bíða eftir síðasta hollinu þar sem strákurinn var efstur á blaði. Hann tók þetta svo í bráðabana og stóra systir var ekkert smá stolt þar sem þetta var hans fyrsti sigur á alvörumóti.

Tuesday, June 12, 2012

Sunnudagsganga og sundsprettur


Við Eyþór ætlum að vera dugleg að ganga og skoða íslenska náttúru í sumar en við erum orðin soldið spennt fyrir sumarfríinu okkar þar sem við ætlum að fara hringinn í kringum landið og gista í tjaldi mestan part af ferðinni.
Á leiðinni heim úr bústaðnum fyrstu helgina í júní keyrðum við að Reykjadal í Hveragerði og gengum upp að heita læknum sem rennur í gegn um fjallið. 
Það var ekkert smá notalegt að baða sig í læknum, við fundum okkur auðan stað til að slaka á en annars var annað fólk að baða sig annars staðar í læknum og aðrir í pikknikk.
Ekta fallegur íslenskur sumardagur í skemmtilegu umhverfi.. mig langar strax aftur!

Monday, June 11, 2012

Besta bananabrauðið



Þetta hér er langbesta bananabrauðið sem ég hef smakkað... svo er það líka hollt og ekki stútfullt af sykri eins og mörg bananabrauð eru (sem mér finnst algjör óþarfi því bananarnir gera brauðið svo sætt hvort sem er).
Uppskriftina hef ég gert oft og er hún frá CafeSigrún en vefinn hennar hef ég notast við síðan ég byrjaði að baka oftast í hollari kantinum en það var um mitt árið 2008 minnir mig. 
Fyrir það hafði ég verið í Hússtjórnarskólanum og lært að baka fullt af gamaldags kökum sem innihéldu endalaust af sykri og hveiti. 
Ekki að ég hafi fengið ógeð af því.. þvert á móti leið mér ótrúlega vel í líkamanum önnina sem ég var í Húsó, þó að þar hafi ég alltaf borðað heitan hádegismat og sætt bakkelsi í kaffinu á hverjum einasta degi (afrakstur eldhúshópsins þann morguninn). Mér hefur ekki liðið jafn vel líkamlega og síðan ég var í Húsó þrátt fyrir miklu "hollara" matarræði síðan þá.. já þetta er mér dulin ráðgáta.


Ég bakaði bananabrauðið á sunnudegi til að hafa sem nesti út vikuna. Ég skar það í sneiðar og setti hverja og eina í plast og inní frysti. Setii í örbylgjuofninn í 30 sek og brauðið var sem nýtt.


Besta bananabrauðið
ala CafeSigrún (pínu breytt)


1 egg
90 g hrásykur (ég notaði um 60g og mér fannst ekki vanta sætu)
2 msk agave sýróp (ég notaði hunang, átti ekki agave)
5 þroskaðir bananar
1 msk kókosolía
200 g heilhveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
25 g haframjöl
+ 25 g haframjöl til að strá yfir
+ saxaðar hnetur ef vill


Byrjað er á því að hræra eggið lauslega saman við sykurinn - gott að setja smá og smá útí í einu.
Bananarnir eru maukaðir með gaffli og þeim hrært útí eggjablönduna ásamt olíunni og agave. 
Í stóra skál eru þurrefnunum blandað saman. Hér bætti ég við um 2 msk af söxuðum heslihnetum.
Bananablöndunni er svo hellt útí stóru skálina og varlega blandað saman við þurrefnin, það á að velta þessu rólega.
Klæðið brauðform með bökunarpappír (ég notaði einnota formkökuform sem til eru í matvöruverslunum) og hellið deiginu útí. Stráið haframjölinu yfir.
Hjá Sigrúnu stendur að það eigi að baka brauðið í 40-45 mín. Ég held hins vegar að maður verði að meta það út frá stærð banananna þar sem brauðið mitt var ennþá blautt í miðjunni eftir 45 mín. Ég hafði það því í um 65 inní 180° heitum ofni. Ég mæli með að stinga tannstöngli í miðju brauðsins (þar sem það er þykkast) og ef hann kemur alveg hreinn út, þá er brauðið reddí.


Borðist frekar heitt og með smjöri :)

Saturday, June 9, 2012

Fyrsta helgin í júní..

     ...var virkilega ljúf í blíðviðrinu.
 Þegar við keyrðum út úr Grindavík á laugardeginum blasti við okkur kósý sjávarþorpsstemning.
Því næst birtist þetta fallega útsýni á Suðurstrandaveginum.
 Við borðuðum hádegismat í grænni lautu á leiðinni. Í eftirrétt var eitt af mínu allra uppáhalds góðgæti: kleinuhringur með öllu úr Sigurjónsbakarí.
 Hjallakirkja var einnig á vegi okkar á leiðinni.
Rétt hjá kirkjunni var þetta kefli. Það minnti mig á keflið okkar Irmýar sem við notuðum sem leynikofa en þangað fórum við og skrifuðum ástarbréf og borðuðum skittles þegar við vorum 12 ára.
Þetta fína herðatré tók á móti mér uppí bústað..
..og svo þetta. Bárum á pallinn sem varð eins og nýr.
Það þurfti að kæla sig niður í hitanum..
Golfdrengurinn fékk að velja hádegismat og golfstrákarnir fengu því mikla orku úr beikoninu og french toast fyrir 5 tíma labb á golfmótinu.