Monday, June 25, 2012

Hollt súkkulaðikonfektSorrý með mig, en það er verið að njóta sumarsins stutta sem við höfum á Íslandi. Ég var á fullu í síðustu viku að skipuleggja hina árlegu óvissu-árshátíð fyrir háskólavinkonurnar sem við héldum hátíðlega um helgina. Við skemmtum okkur konunglega á Suðurlandi í stuttbuxnaveðri og ég ætla að stela myndum frá stelpunum ef þær reynast birtingarhæfar..


En annars er hér enn ein uppskriftin af hollum bitum. Þetta er aðeins meira djúsí uppskrift heldur en hinir döðlubitarnir sem ég hef sett hingað inn þar sem í þessari uppskrift er bæði kókosolía og smávegis sýróp. Ég veit ekki hversu margar svona svipaðar uppskriftir ég hef prófað en þessi finnst mér æði, kokosolían gerir mikið fyrir þessa bita en í upprunalegu uppskriftinni (sem ég sá á facebook síðu Heilsuhússins) er þó óþarflega mikið af olíu og of lítið af döðlum þannig að ég breytti uppskriftinni aðeins.


Súkkulaðikonfekt
um 20 döðlur - saxaðar (ég klippi þær með skærum, hverja döðlu í svona 3-4 bita)
4 msk kakó
3-4 msk kókosolía (um að gera að prófa 3 en bæta við ef þetta er ekki nógu blautt - í upprunalegu uppskriftinni voru 6 msk og mér fannst deigið aaaallt of olíukennt)
4 msk hnetusmjör
2 msk sýróp
1 tsk vanilludropar
ögn af salti


Allt mixað saman í matvinnsluvél. Uppskriftin er heldur lítil þannig að ég setti hana bara beint í kassalaga nestisbox og svo inní frysti. Hún þarf að vera þar í amk. 30 mín en eftir að maður tekur bitana úr frystinum tekur þá enga stund að þiðna.

3 comments:

Ásdís said...

Girnilegt!

anna sigga said...

lítur rosalega vel út :) þetta er pottþétt næst á eldhúsdagskránni hjá mér. er með þvílíkt döðlu obsession þessa dagana..

Valgerður said...

já það er hægt að troða döðlum í allt sem "holl fylling" ;)