Monday, June 18, 2012

Random símamyndir

Smá hrúga af símamyndum þar sem ég er búin að vera of löt að lóda inn myndum úr myndavélinni okkar.

Í vinnupásum fæ ég mér stundum göngutúr um hverfið enda er þetta eitt af mínum uppáhalds hverfum í Reykjavík.
Þessi kall fannst mér skemmtilegur en hann má finna hjá Garðskagavita.
Ef ég ætti ekki fondúsett nú þegar þá hefði ég viljað kaupa þennan fína 70's fondúpott í ABC Nytjamarkaðnum.
Amma og afi tóku fram myndaalbúm í einni heimsókninni. Ég og mamma '87.
Síðustu leifar af gamla Njarðvíkur fótboltavellinum.
Það er alltaf berjaveisla hjá afa. Við systkinin fáum annaðhvort brætt súkkulaði með eða gervirjóma.
Í þessari vinnupásu rölti ég niður götuna og þar tóku hundruðir sjómanna á móti mér.
Við tengdó bökuðum 50 stk af cupcakes fyrir eina 9 ára afmælisstelpu.
Við höfum ekkert geymslupláss í litlu íbúðinni fyrir allar þessar myndavélar sem við eigum (lúxusvandamál)
Ég var kaddý fyrir litla bróður á unglingagolfmóti á laugardaginn. Eyddi 7 tímum í Grindavík þann daginn, þurftum að bíða eftir síðasta hollinu þar sem strákurinn var efstur á blaði. Hann tók þetta svo í bráðabana og stóra systir var ekkert smá stolt þar sem þetta var hans fyrsti sigur á alvörumóti.

No comments: