Tuesday, June 12, 2012

Sunnudagsganga og sundsprettur


Við Eyþór ætlum að vera dugleg að ganga og skoða íslenska náttúru í sumar en við erum orðin soldið spennt fyrir sumarfríinu okkar þar sem við ætlum að fara hringinn í kringum landið og gista í tjaldi mestan part af ferðinni.
Á leiðinni heim úr bústaðnum fyrstu helgina í júní keyrðum við að Reykjadal í Hveragerði og gengum upp að heita læknum sem rennur í gegn um fjallið. 
Það var ekkert smá notalegt að baða sig í læknum, við fundum okkur auðan stað til að slaka á en annars var annað fólk að baða sig annars staðar í læknum og aðrir í pikknikk.
Ekta fallegur íslenskur sumardagur í skemmtilegu umhverfi.. mig langar strax aftur!

1 comment:

Ásdís said...

Ó íslenskir sumardagar eru þeir allra bestu :) Nú fæ ég heimþrá!